Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Side 13
NÝTT KIRKJUBLAÐ
61
hann þá við skíðum sínum og hélt sömu leið og ég heim, fáa
faðma fyrir ofan mig í hallinu. Ég var að sniátala til hans á
leiðinni, og hann ansaði mér ekki. og hélt ég það væri af
glettni. Þegar heim kom á túnið var heathús á leiðinni, ég
sá að hann gekk fyrir ofan húsið, en ég fór fyrir neðan það,
og fór nú að greiðka sporið, því mér sýndist að hann ætla sér
að koniast heim á hlaðið á nndan mér. En þegar ég kom
heim á hlaðið sá ég ekki manninn en ljós var í gluggum á
smíðahúsinu, svo ég bankaði i þilið og smíðadrengirnir komu
jafnskjótt út til mín. Ég spyr þá hvort nokluir hafi farið að
leita að mér en þeir neita því; ég sagði að það gæti ekki
verið satt, því maðurinn hafi mætt mér og snúið við heim
með mér, nú skuli þeir fara inn í baðstofu og vita hvort all-
ir vinnumennirnir eru heitna. Smiðadrengirnir fóru og komu
aftur nteð þá fregn, að allir vinnumennirnir hefðu setið inni,
enda komu þeir allir fram í bæjardyr. —
Mér þótti þetta undarlegt, bið þá að kveikja á ljóskeri
og koma með mér út í hesthús, þar hljóti maðurinn að vera.
Þegar við komum þangað, var hespan uppi á kengnum, en
eigi að síður fórum við inn í húsið og upp í Idöðu, og Iýst-
um þar og kringum húsið, en ekkert fundum við og fórunt
við svo búið heim. Mér þótti þetta óskiljanlegt, en hætti að
hugsa frekar um það, og nokkru síðar háttaði alt heimafólkið,
ásamt næturgesti sem Ásta Þóra hét. —
Ég svaf í afþiljuðu herbergi i öðrum enda baðslofuhúss-
ins, en vinnufólkið í frambaðstofunni. Um miðja nótt vakna
ég við aungl og óhljóð í baðstofunni svo mikil, að ég var að
fara frant úr rúminu til þess að vita hvað á gengi, en þá
vaknaði sá, er valdur var að óhljóðunum. —
Næsta morgun þegar allir voru klæddir, spurði ég fólkið
hvernig staðið Iiefði á ólátunum um nóttina, og var mérsvar-
að því, að Ástu Þóru væri kunnugast um það. Ég spurði
hana ]>ví hversvegna hún hefði hljóðað svona hræðilega, og
sagði hún mér þá draum siun svo látandi:
„Mig dreymdi að ég liti fram að baðstofuhurðinni, og sá
að hún var opnuð í hálfa gátt, og sá þarandlit semegþekti,
og gægðist inn, jjað var hann Sturla Erlendsson. Hann leit á
mig þeim voðalegum augum að ég varð dauðhrædd. Eg
bað hann að láta mig vera i friði, en í stað þess skellir hann