Nýtt kirkjublað - 01.03.1910, Síða 8
56
NÝTT KIRKJTTBLAÐ
niður við þessa „lœrdóms—sundurhlutan“ og aðra slíka —
þessi dýrmætu 4 ár?
Hvað maður finnur sárt til þess á stundum seinna í líf-
inu að vera mállaus með öllum tungumálalærdóminum, kunna
ekkert til dráttlistar, vera hvorki tindhagur né naglfær, vera
ósyndur o. s. frv., o. s. frv. 011 leikni auga og handar van-
rækt. Og eg er svo smeikur að þetta brenni enn við í skól-
unum þótt skárra sé nú en áður. Og enn séu einhverjir vel-
þenkjandi fáráðlingar að misþyrma unglingunum með stórum
bókum fullum af orðabóka-lærdómi. Og þvi verð eg dálítið
beiskur í orðum, og hygg það vera „fordild“ að heimta stærri
landfræðisbók — efnismeiri — bæjafleiri o. s. frv. Myndina af
landinu, frá guðs og manna hendi, með öllu sem í er og á, mál-
ar stóra bókin ekki að gagni hvort sem er; og varla neinn
nema augað, sem sjálft sá.
Eg er svo hræddur um þetta, af því að vélin sem áfram
knýr er enn hin sama. Gangvélin i kenslunni hjá oss er
prófið, með miklum skilum. Kennarinn þarf að geta spurt
svo margs, til þess að prófsorða-belgurinn hjá nemandanum
verði fullur.
Um þetta væri margt meira að segja. En eg hefi nokkra
von um að fræðslumálastjórinn taki þetta að einhverju til
íhugunar í Skólablaðinu sínu, og er þá betur en ver, að því hef-
ir verið komið af stað hér.
lYcrsu margir lesa biblíuna á íslandi?
Að maklegleikum hefir meistari Eiríkur Magnússon lofað
nýju biblíuþýðinguna, og talið hana stórmerkan vott menning-
ar. En þar sem hann telur hana munu verða til eflingar
góðri tungu vorri, virðist hann hafa gleymt, við svo margra
ára dvöl á Englandi, þar sem bibfían er metin að verðleik-
um, að slíkt hið sama þekkist ei á voru landi, íslandi.
Hversu mörg heimilin skyldu þegar hafa eignast nýju
biblíuna? Og hversu mörg þeirra munu opna hana hvern
sunnudag, hvað þá daglega? —
Því það er ekki nóg, að biblían sjáist í bókahyllum
vorum. Lesa verður biblíuna —