Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 17

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 17
NÝTT KTREJUBLAÍ) 13 búnaðarÍDS hér á landi. Eg hygg að menn hafi alls eigi athugað það nægilega, hvers virði afréttarlöndin eru fyrir landsmenn. Sauðfjárræktin er aðalatvinnuvegur flestra landhænda. Og á- góðinn af henni er oftast það sem kindurnar bæta við sig á af- réttunum fram yfir tilkostnaðinn aðra tíma . . . Og fyrsti kostur hvers afréttar er vfðátta haglendis svo skepnurnar hafi úr nógu að velja . . . Þessvegna væri réttast gert af þeim sem fara um þessar heið- ar, og aðrar óbygðar lendur, að hætta að tala um arðlaust og ó- nýtt land; tala heldur um gullnámu i íslands óbygðum. Það er hér gull á milli steina landsins engu síðun en í öldunum utan við landsteina.11 Fleiri munu verða slíkar kynnisfarir, og tek eg alveg undir ályktarorð höfundanna: „Aðalþýðing þessara fara er fólgin í áhrifum þeim, sem þær hafa á sjálfa ferðamennina. Þær eru menningarmeðal — geta orð- ið mörgum manni betra veganesti en eins árs skólavist. Þær auka víðsýni — glæða velvildina til heimahaganna, um leið og þær vekja meðvitund einstaklingsins um, að hann er brot úr stærri heild, og að til er það sem kallað er föðurland. JÞað mun reynast svo, að aukin þekking á landinu og þjóðinni verður til að auka traustið á hvorutveggju.“ Alþýðu-sönglög. Eftir Sigfús Einarsson. Bókav. Sigf. Eym. Verð 1 kr. 25 a. Flest eru þetta kvœðalög og áreiðanlega verður með það farið, og er það fyrir mestu. Eg heyri á rnínu heimili hundrað sinnum á dag leikið og kveðið „Ofan gefur snjó á snjó“. Lagið rennur svo yndislega saman við þá snildarvísu. Áttræður kvæðakarl, sem lifað hefir í rímunum sina löngu æfi, komst allur á loft við að heyra: „Þetta er núbæðikveðið og sungið“, sagði hann. Dæmi þeir sem betur vita! Okkur leikmönnunum ófróðu verður stundum að spyrja þegar við heyrum nýju lögin tón- skáldanna islensku. „Syngur nú fólkið þetta á eftir?“ — Þessi alþýðulög Sigfúsar verða áreiðanlega sungin, alténd kvæðalögin. Þar lifir enn í kolunum frá rímunum. Og ramíslenskt er bragðið hjá Sigfúsi.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.