Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 18

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 18
i4 NÝTTKÍRKJtíBLAÐ Jólaharpan 1911. Hún kemur nú í 3. sinn í'rá útgefanda, Jónasi þinghús- verði Jónssyni. Sama gerð og áSur og verS. Nú eru 12 lög í hörpunni. Fremst er lag viS „0 þá náS aS eiga Jes- úm“, er Jónas telur betra en þaS sem tíSast er sungiS, og er þar hin upprunalega þýska raddsetning, sem Jónas á í frum- riti aftan viS söngbók tónskáldsins. A kápu Jólahörpunnar eru stutt æfiágrip þessara 30 tónskálda sem lögin eiga í Jóla- hörpunum öll 3 árin, 1909, 1910 og 1911. Nær er skinnið en skyrtan. Rak mig nýskeS, út af skrítlu í ensku blaSi, á eitl aí ó- tal dæmum þess, hvaS nýja biblíuþýSingin okkar beinir til réttari skilnings, þar sem áSur var óljóst, ef eigi óskiljanlegt. ÞaS er i upphafi skáldsögunnar um Job, framan til í 2. kapitula: Satan hefir fengiS leyfi til aS granda öllu sem Job á, en sjálfan hann má hann ekki snerta. Og ógæfan skellur yfir Job, en ekki möglaSi hann, heldur lofaSi Jahve og sagSi: Jahve gaf og Jahve tók, lofaS veri nafn Jahve. Og aftur kom Satan á konungsfund, og Jahve minnir hann á þaS, hve vel Job hefir staSiS sig. En Satan svaraSi og sagSi: „HúS er yfir húð, og alt sem maðurinn á, gefur hann fyrir líf sitt. En rétt þú út hönd þína, og snert þú bein hans og hold, og mun hann formæla þér upp í op- ið geðiS.“ (Nýja þýðingin 1908). I öllum þýðingum stendur þarna bara „húð fyrir húð“, hvað sem menn svo hafa lagt i það. Enski dómarinn, sem skrítlan var af, lagSi sama í þaS og orðin „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.“ Hann var eitthvað að rökstyðja harðan dóm, og sagði að ekki væri leiðum að likjast, því að svo hefði æðsli vörður alls réttlætis og góðra siða að orði komist: „skin for skin“. Einhver minti síðan dómarann á það, eftir hverjum orðin væru höfð, og hent var gaman að fyrirmynd- inni hans i réttlæti og góðum siðum. Og væri nú verið að þýða Job, þá væri líklega, til enn meiri léttis fyrir skilninginn, hebreska orðtakinu náð með ís- lenska orðtakinu: Nær er skinnið en skyrtan.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.