Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 20
NÝTT KlNKJtJBLAÐ
16
peðilegt nýdf!
Blaðið er að komast á 7. árið, og ritstjórinn sendir les-
endunum kæra nýárskveðju.
Það hefir ekki verið sama úthaldið við kirkjublöðin hér
og með „Sameininguna“ hjá bræðrum vorum fyrir vestan haf.
Hún fer bráðum að verða þrítug hjá sama manninum.
„Yerði ljós“ varð 9 ára, og gamla „Kirkjublaðið“ hætti með
7. árinu. Er þetta eigi feigðarspá fyrir N. Ivbl. Efnalega
stendur það eigi miður en við síðustu áramót.
Hvert blað lifir best á vinnu og vilja útgefandans. Göm-
ul blöð fljóta lengi vel á aldrinum og auglýsingum og yngri
blöðin geta fleytt sér um hríð á framlögum og fégjöfum, en
drýgst verður lífsaflið frá vilja og vinnu eins manns, sem finst
að hann eigi ýmislegt ótalað, og nennir að hugsa um það og
koma því frá sér. — Og þó dygði þetta ekki við N. Kbl.,
ætti það ekki nokkra vini bæði austan og vestan hafs, sem
leggja sig sérstaklega fram til þess að halda í því lífinu.
Öðru getur ritstjórinn ekki lofað lesendunum en því, að
leggja áfram vinnu sína í blaðið, að því er heilsa hans og
kraftar leyfa og aðrar skylduannir.
Fáeinir góðir vinir hafa blaðinu bætst, árið sem Ieið, og
haldið hefir J)að öllum eldri. Og þakkar ritstjórinn hjartan-
lega hvorumtveggju.
Oskum hverjir öðrum góðs árs, með huga og vilja að því
að vinna — með guði.
NÝTT KIRKJUBLAÐ VII. ár 1912. - 24. tölubl. - 18
nrkir — 2 kr. Isl. — 75 c. Veslurheimi. Eldri árg. fyrir hálfv. meðnn endist.
Utg. hiður huldið lil hirðu VI,1 (1 nr. 1911) ef óselt er, og nð fá endursent.
Bjnrmf, krislilegt heimilisbluð. Kemur út tvisvur í mánuði. Verð
1 kr. ÖO nu., í Ameríku 75 cent. Ritstjóri Bjnrni Jónsson kennnri.
Breiðablik, mánaðnrrit lil stuðnings íslenskri menning. Ritst jóri
séra Friðrik J. Bergmann, Winnipeg. — Verð 4 kr. hér á landi. — Fæst
hjá Arnn Jóhannssyni bankarituru.
Sameiningiii, mánaðarrit liins ev.lút. kirkjuf. Isl. í Vesturheimi.
Ritstjóri séra Jón Bjarnuson í Winnipeg. Hvert, númer 2 arkir. Verð
liér á landi kr. 2,00. Fæst hjá kand. Sigurb. Á. Gíslasyni í Rvk.
Ritstjóri: ÞÓRHALLUR BJARNARSON.
F élagsprentsmiðj an.