Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 11

Nýtt kirkjublað - 01.01.1912, Blaðsíða 11
NÝTT KIEKJUBLAÐ 7 lífsfftrunautur. Hann vill hjálpa þeim til þess að geta verið réttlátir, ef þeir vilja taka hjálpinni. Hann leggur eigi upp niisgjörðir mannanna þeim til áfellingar, heldur fyrirgefur hann, ef þeir í sannleika iðrast, og hjálpar þeim aftur á fætur er hrasað hafa. Hann lifir með þeim og í þeim og hann hefir auglýst það, hvað samlífið við hann felur í sér, í lífi oglund- arfari þeirra manna, sem komist hafa inn í það samlíf, og þá allrafullkomnast í lífi og lyndi Jesú frá Nazaret, sem op- inberar — það er: afhjúpar — hvorttveggja í senn fyrir mannanna börnum: hvað guð er og hvað maðurinn getur orðið. A 50 árunum hinum síðustu er biblían orðin sem ný bók. Og það er mín innileg sannfæring að hin nýja skoðun á biblíunni styrkir hana einmitt og staðfestir hvað best sem trúar- bókina. Biblían var áður skoðuð eins og hréf frá guði; beint af honum sjálfum rituð. Nú ér það skoðun vor, að persón- urnar, sem biblíuna hafa ritað, taki oss við hönd og séu að leiða oss fram fyrir guð. Persónan er miklu mætari fyrir mannlegt kyn en bréfið. Og ekki varðaði oss um að fá ó- skeikulan boðskap um guð, heldur hitt að finna guð sjálfan. Biblían er öllu öðru fremur bók mannlegrar reynslu, og þar er fullreynd fengin á því, að verustað vill guð sér kjósa hjá mönnunum, og það eins nú á 20. öld eftir Krist og 12 öld- um fyrir burð hans. Og engu síður í Ameríku en i Palestínu. Engu síður hjá sjáandanum á vorum dögum en hjá spámönn- um og postulum fyrri alda. Og hvað biblían nær öllum trúarreynslustigunum. Þar eru myndir af fálmandi þrá er leitar guðs en hefir eigi fund- ið hann, myndir er svo smáskýrast ogjfyllastjí trúarlífsreynslunni, þangað til Páll getur lýst sig fullvissan þess, „að hvorki dauði né lif, né englar, né tignir, né hið yfirstandandi, né hið ó- komna, né kraftar, né hæð, né dýpt, né nokkur önuur skepna muni geta gjört oss viðskila við kærleika guðs, sem eríKristi Jesú drotni vorum.“ Biblían var áður fyr skoðuð heilög bók sem boðskapur guðs til hins guðlausa heims. Enn helgari verður hún oss hin „nýja biblía“ sem opinberun guðs í mannlegri trúarreynslu, stefnandi að því marki að hver mannssál megi af eiginni raun kenna guðs návistar.

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.