Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Blaðsíða 2
42
NÝTT KIRKJUBLAÐ
Fyrri atriðin tvö voru um kirkjueignirnar, hvernig þær
framvegis geymdust og til hvers þeim yrði varið, og þá næst
um kirkjurnár eða húsin. Um þetta tvent er ágripið í fyrra
desembei’blaðinu fyrir nýárið.
Eftir eru nú tvö seinni atriðin: Hver yrðu kjör prest-
anna við skilnaðinn, og hvað kristin trúarfelög þyrftu til þess
að vinna, til að fá tiltölulegan skerf árlega af vöxtum kirkju-
fjárins, sem ríkið geymir.
Ræðumaður áleit að um það gætu alls eigi verið skift-
ar skoðanir, að prestar sættu sömu meðferð og aðrir embætt-
ismenn rikisins, þegar embætti þeirra væru lögð niður:
Ef eitthvert emhætti er lagt niður, á sá embættismaður,
er því gegnir, heimting á að njóta 2/8 af embættistekjum sín-
um í 5 ár í biðlaun, og síðan eru honum veitt eftirlaun, haíi
hann ekki fengið emhælti aftur, og teljast biðlaunaárin til
þjónustuára, þegar eftirlaunin eru reiknuð.
Einhver kynni að koma með þá mótbáru, að eftirlauna-
lögin taki aðeins til þeirra, er fengið hafa konungsveitingu
fyrir embætti sínu, og nái því eigi til presta, og er það satt,
en mér er þó óskiljanlegt að ríkið vildi önnur kjör bjóða, en
í samræmi við hin almennu eftirlaunalög, er kæmi til útstrik-
unar eða niðurlagningar á öllum prestsembætluni. Og eigi
væri heldur að öðru gangandi.
Allflestum prestum mundi þetta eigi vera nein nauðung-
arkjör, Flestir yrðu áfram þjónandi prestar safnaða sinna,
eftir því sem þá mundi um semjast þeirra í milli.
Að því virðist mega ganga. Biðlaunin gerðu söfnuðunum
hægra fyrir að taka breytingunni, hvað launin snertir. Aftur
þyngdi stórum á gjöldunum, beint til þeirra þarfa, er biðlauna-
tíminn væri úti. En gott svigrúm er 5 ára skeið.
En eins og að var vikið í desemberblaðinu má við ]>ví bú-
ast að hér og þar yrðu svæði, sern yrðu sem næst prests-
þjónustulaus í bili eftir skilnaðinn, og fer það að miklu eða
mestu saman við það, að til eru þeir prestar — margir eru
þeir ekki, sem betur fer — er söfnuðir vildu ekki ráða til
þjónustu áfram eftir skilnaðinn. Mögulegt er það og hugsanlegt
að í stað gæti það komið ómaklega niður á presti. Setjum
svo að hann hefði að ósekju orðið fyrir lítilsvirðing safnaðar,
enda bakað sér óvildir mikilsmegandi manna með skyldurækni