Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Blaðsíða 4

Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Blaðsíða 4
44 NÝTT KIRKJUBLAÐ stöðumanns af hálfu rikisvaldsins, og er því síst nýmæli, að láta ])að vera meginatriði. En kröfurnar hjá ríkisvaldinu til forstöðumannshæfileika eru víst alveg óákveðnar enn, og virð- ast hafa verið fremur smáar. Svari einhver því að ekkert slíkt eigi sér stað í fríkirkjulöndum, t. d. Ameríku, þá er því aftur að svara, að hér yrði auðvitað eftir skilnaðinn eins og þar algert gjaldfrelsi fyrir alla, vilji þeir eigi sjálfir bindast fram- lögum til kirkjumála, og menn gætu takmarkalaust bundist hverjum trúmálafélagsskap sem vera vildi, sé hann eigi sið- spillandi og hættulegur. En kröfur ríkisins hér til forstöðu- mannsins, sem og önnur skilj'rði, bindast eingöngu við fjár- úthlutunina, fjárskiflinguna, því um ijnrveiting er eigi að ræða af hálfu ríkisins. En engu slíku er til að dreifa í Ameriku. Og fyrir þjóðfélagið hefir það óumræðilega mikla þýð- ingu að trúmála-leiðtogarnir séu mentaðir menn. Það væri mesti voði ef fólkið yrði að bráð andlegum skottulæknum, sem kæmust að á undirboði andlegs aumingjaskapar, eða und- ir áraburði útlendra ofstækis- og hindurvitna-trúarfélaga-. Brá sira Friðrik Bergmann upp slíkri mynd í fyrirlestri sínum um „Viðreisnarvon kirkjunnar“ síðastl. sumar á prestastefnunni. Andlegir safnaðarleiðtogar í trúmálum verða að hafa náð liáum þekkingarþvoska, engu minni en þeim er krafist er af prestaefnum i ríkiskirkjum og í sumum greinum enda betur, eigi það að vera réttmætt að söfnuðir fái styrk af almannafé þjóð- arinnar til að launa þeim. Um trúarskoðanir yrði alls ekki spurt. Forstöðumaðurinn verður sérstaklega að vera vel heima í heilagri ritningu, sem nú er orðin liöfuðfræði svo stórkost- lega aukin og hætt þennan síðasta mannsaldur. Um leið verður hann að hafa meiri þekkingu á trúarbragðasögu mann- kynsins í fortíð og nútíð, en títt mun hafa verið um presta- efni. Sögu kristinnar kirkju verður hann vel að kunna og skilja, og þá best það sem næst er landstrúnni lútersku og landsins eigin sögu. Þá er sálarfræðin eitt höfuðatriði fyrir prestinn, og er þar úr mikilli vangeymslu liðinna tíma að bæta. Minti sira Friðrik Bergmann á það í fyrirlestri sínum, sem nú var nefndur, að sálarfræði trúarinnar væri að verða kenslu- grein við bestu háskólana erlendu. Þennan þekkingar og firoskastimpil safnaðaforstöðumanna, til þess að söfnuðurinn fáj hlut j kirkjufénu sameiginlega, verður

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.