Nýtt kirkjublað - 15.02.1912, Page 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ
47
sinn eftir hinum ósýnilega stiga bænarinnar upp til himna,
eins og hún tekur í hendina á honum og hjáipar honum upp
stigann heima, sem hann kæmist ekki hjálparlaust. Dreng-
urinn vill gera það sem mamma hans gerir, finna til hins
sama og hún. Og áður en hann veit af því fær hann sinn
hlut i einverustund móður sinnar. Drengurinn biður. Og
svarið kemur til hans eins og til móður hans, á leyndan hátt,
með fróun og gleði. Og drengurinn trúir á þessi áhrif, af
því að þau hafa komið fram við sjálfan hann. Hann trúir á
bænina og hugsar ekkert um það, hvað bænin sé. Hann
trúir á guð, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því, hvað
guð sé.
Trúin hans á guð er eins og hjá móður hans ekki nein
skoðun. — Trúin hans er revnsla.
Frá Indlandi.
Öll blöð heimsins hafa verið íull af krýningardýrðinni á Ind-
landi núna fyrir nýárið. Aldrei hefir auði og oflæti verið hampað
hærra. Alt glóði þar af gulli og gimsteinum á tugum þúsunda.
En úti í frá voru í þessu frjóasta landi heimsins 100 miljón-
ir manna sem aldrei íá mettan kvið árið um kring. Breskir fræði-
menn sem best hafa kynt sór hagi Indlands verða við það að
kannast, að á Indlandi er það þriðji hver maður, sem ekki hefir
af þvi að segja, frá vöggunni til grafarinnar, að vera saddur. Fleiri
ganga svangir að sofa á Indlandi á hverju kveldi en alt mannfólk-
ið i Bandafylkjum.
Allur þorri Hindúa lifir á akuryrkju, en víða er bóndabýlið
ekki stærra en B dagsláttur. Búslóð bóndans öll, liúsgögn og
tæki, hverju nafni sem nefnast, fer á 7 krónur. Eimm manns i
heimili og 14 'krónur til framfærslu um mánuðinn þykir meðalaf-
koma, og víða er hún enn miklu lakari. Skrimtir með lirísgrjón
fyrir 5 aura á munn um sólarhringinn, en tfðum tekur fyrir það líka.
Þá hrynur fólkið niður, og það svo að hleypur á miljónum.
Þetta gerist enn á 20. öld eftir Krists burð, með alt gullið og
gimsteinana hjá höfðingjunum innlendu, og bresku heimsmenning-
una að bakhjarli.
Þingeyrakirkja.
Kirkjan var sem vita mátti f ákaflega stórri skuld við eiganda frá
tíð Ásgeirs gamla. Hafa því tekjurnar um íjölda ára minst gengið