Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 3

Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 3
NÝTT KlRKJtíBLAÐ 75 fara; einkum þá er eftirlitiM er mjög litið, og fæstir þora að bera sannleikanum vitni. Vér skuldum það þó allir samvisku vorri og fósturjörð að segja satt, segja satt í hverju máli sem er. En það ætla eg sannast í þessu máli, að Grímsnesingar mundu sækja vel allar hinar gömlu kirkjur sínar, ef þeir fengju þann prest, sem gæti hrifið þá og vakið, prest sem kynni að tala svo til þeirra af stólnum, að þeim yrði unun á að heyra, prest sem væri fyrirmynd þeirra i öllu framferði, og ynni virðingu þeirra og ást sökum hegðunar og góðvildar og framtakssemi í kirkju og kristindómsmálum og öðrum vel- ferðarmálum sveitarinnar. Að rífa niður kirkjur þær, sem hér er um að ræða, hefir mönnum aðallega dottið i hug af því að messuföll eru mörg og af þvi að ódýrara er að reisa eina kirkju og halda henni við en þremur. Búrfellskirkja á líka töluverðan sjóð, sem menn gjarnan vilja fá til þess að byggja upp nýja kirkju, hvort sem hún stæði kyr i Klausturhólum eða yrði reist að Borg. Upphaflega var aðeins talað um að leggja niður Búr- fellskirkju og sameina hana Klausturhólakirkju. Grímsnesingar eru eigi ver staddir nú í efnalegu tilliti en þeir hafa verið á síðustn tveim eða þrem öldum. Stundum hafa þeir verið miklu ver staddir, og þó hafa þeir getað hald- ið uppi kirkjum þessum, sem öllum er vel í sveit komið. Auk þess ber að gæta þess hvílíku ræktarleysi það lýsir, hvernig Islendingar fara með hina fornhelgu staði sína, að rífa niður ölturin, þar sem kynslóð eftir kynslóð hefir beðið bænir sínar. Islendingar mega eigi gera það fremur en aðr- ar þjóðir, nema er bein nauðsyn krefur. Búrfell, Klaustur- hólar og Mosfell eru jarðir landnámsmanna í Grímsnesi, og hafa jafnan verið einhverjar hinar helstu jarðir þar í sveit- inni. Þær hafa verið kirkjustaðir öld eftir öld, ef til vill all- ar frá fyrstu árum kristninnar. Á Mosfelli var Gíssur liinn hvíti uppalinn og sumar sögur segja að hann byggi þar. Þaðan voru hinir fyrstu á- gætu biskupar í Skálholti ættaðir. Sú var tíðin að áita kirhjur voru í hinum núverandi Grímsneshreppi eða að Laugardalnum frátöldum. Fimm hafa verið lagðar niður, þær er verst var í sveit komið. Þær

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.