Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Blaðsíða 8

Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Blaðsíða 8
80 NÝTT ETRKJUBLAÐ mikla, þegar enginn getur unnið, að færast yfir hann. Og þetta nægir honum; því að með sannfæringunni um, að þetta sé áreiðanlega guðs vilji, hefir einnig fæðst í sálu hans sann- færingin um, að þótt nú sé tínii myrkravaldsins, muni hann ekki standa nema skamma stund; að þótt sannleikinn og réttlætið fari nú halloka, rnuni það þó áður lýkur verða ofaná; að þótt hans missi við, muni guð sjá sínu málefni borgið, gefa sæði því vöxt og þroska, sem hann hefir sáð, og meira að segja láta einmitt kvöl og dauða Jesú verða þúsundum þúsunda til Iíknar og lífs. Og þetta nægir honum svo fullkomlega, að einmitt nú fær hann hafið sig til þeirrar tignar, sem aldrei fyr, tignar, sem er margfalt hærri og stórfeldari en hin kalda rósemi heimspekingsins forngríska, er hann tæmdi í botn eiturbikar- inn, svo mjög sem menn þó hafa dást að honum. Með kon- unglegri hugprýði stendur Jesús upp og kallar á sofandi læri- sveina sína: „Sjá stundin nálgast, er mannssonurinn verður framseldur á vald vondra manna; standiðupp!“ Hve er hann öruggur og fullur sigurvissu fyrir sig og málefni sitt, hvað sem nú kann yfir hann að koma! Hve gengur hann hug- prúður beint á móti óvinum sínum! Og hve verða þeir eins og steini lostnir af undrun, er þeir sjá, að honum dettur ekki í hug að felast né flýja, heldur gengur beint fram og ávarpar þá að fyrra bragði. Slík hetjulund hefir auðsjáanlega aldrei fyrir þeim orðið á lífsleiðinni áður. Svo óvenjulegt finst þeim það, að þeir vita ekki hvort þeir eiga að dirfast að leggja hendur á hann. — — Getsemane, Getsemane! Þú lundurinn þögli, sem varst sjónar- og heyrnarvottur að fyrsta þælti þessa heimsins átakan- legasta harmleiks, að hinni heitustu baráttu, sem nokkru sinni var háð hér á syndugri jörð, livar ætti oss fremur en í skugga trjáa þinna að geta lærst að beygja oss í auðmýkt fyrir vilja guðs, þótt hann fari í aðra átt en vilji sjálfra vor, — hvar ætti oss fremur að geta lærst að treysta guði, þótt vérskiljum ekki vegi hans og vísdómsráð, treysta J>ví að alt sé best eins og hann vill það, — hvar ætti oss fremur að geta lærst, að leggja allan vorn hag, öll vor áhugaefni í droltins hönd, fylli- lega sannfærðir um, að bann muni gefa sigur öllu því góðu,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.