Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 13
NÝTT NlUNJtJBLAfe
ð5
ar þó að ræðumaSur sé sjálfur sannfærður um það sem hann
fer með. Honum sé það heilagt alvörumál, og hann fynni til þess
hve mikið er komið undir framgangi þess máls er hann flytur.
Og því sé þá samfara innileg löngun og kærleiksþrá að láta
starfið verða öðrum til blessunar.
Jesús Kristur talar á einum stað um tegund illra anda
sem eigi verði útreknir nema með. bæn. I svo mörgum
kirkjum ríkja illir andar eftirtektaleysisins og kæruleysisins.
Þeir andar verða helst sigraðir með bæninni — bæninni inni
í launklefa prestsins.
Prédikarinn er sálnaþjónn. Hver hefir sitt verk að vinna í líf-
inu og vér ætlumst til þess að presturinn haldi á lofti trúar-
sannindunum. Læknirinn á að hugsa um heilsu líkamans,
lagamaðurinn á að vera vörður réttarins, kaupmaðurinn á að
greiða fyrir viðskiftum o. s. frv. Til prestsins sækjum vér
það sem sálin þarfnast. Vér þurfum upplýsing, huggun,
leiðbeining og styrking, — hvað um sig og hvert með öðru.
Það er fult af fólki sem er að leiðbeina oss í stjórnmálum
og í margskonar gagnlegum fræðum, bókmentum, heimspeki
og enda i siðfræðilegum efnum. Þetta er oss eigi nóg. Trú-
arþörfm hjá oss vill hafa sitt, og þá kemur til prestsins kasta.
Og hann á eins og hver góður starfsmaður í h'finu að halda
sér við sitt svæði, trúarmálin.
A hverjum degi sækja freistingarnar að oss og vér þurf-
um bæði aðvörun og styrking. Alt í kring um oss bjóðast
tækifæri til að láta gott af oss leiða, en vér þurfum vakningu
til þess að vita af því og leiðbeiuingu til að velja úr. Hugur
vor er svo oft fullur af efasemdum og vér þurfum fræðslu
með. Vér þurfum að heyra vitnað skýlaust um sannindi trú-
arinnar. En um leið farið svo með þau, að skynsemi vor
geti aðhylst þau, og þau mæli með sér við vora eigin trúar-
reynslu, og hafi sér til stuðnings það sem best er og heiðar-
legast í eðli voru. Vonbrigðin steðja að oss og valda oss
kvíða. Sárindi lífsins, allur lífsharmurinn er alt í kring um
oss og sækir oss tiðum sjálfa heim og vér þurfum að fá ein-
hvern skilning á þessu, fá eitthvert ljós inn í þetta myrkur
oss til huggunar og djörfungar. Guðstrúin þarf að skína oss
í svo skærri og lifandi mynd.