Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Blaðsíða 9
NÝTT KIRKJUBLAf)
81
fögru, sönnu og réttu, sem vér vildum styðja hér í lífi, þótt
vor missi við!
Kristnu vinir! gleymum aldrei Getsemane með hinum
angurhlíðu endurminningum. Gleymum aldrei baráttunni, sem
þar var háð i næturkyrðinni frammi fyrir augliti guðs! Vér
vilum ekki nema guð hafi einnig fyrirbúið oss vort Getsemane
vonbrigða og sálarkvíða, og vér viljum þá ekki heldur færast
undan þvi, að hann leiði oss þangað inn. En þá só líka bæn
vor þessi: Láttu, liknsami faðir vor, vera lifandi í sálu vorri
myndina hans, sem í dauðans angist sinni laugaði jörðina
með sveita sínum, til þess að vér mættum lifa glaðir í þér
og föðurhjálpræði þínu, — gróðursettu hjá oss lunderni hans,
svo að vér getum látið bræðrum vorum umburðarlyndi í té,
eins og hann, og þér, ástríki faðir, undirgefni og sonarlegt
traust, eins og hann; þvi að þá vitum vér, að vort Getsemane
breytist úr þrautalundi í blessunarlund. J. H.
lálfrelsi presia og afskifii þeirra af félagsmálum.
ii.
Prédikanir fyrnast sem fat. Er ólíkt með þær og sálm-
ana. Uppi eru þeir saman síra Hallgrimur Pétursson og
Gísli biskup porláksson, og er Gísli þeirra yngri. Mundi nú
enginn endast til að lesa lestur í húspostillu hans.
Hver kynslóðin þarf að fá sína prédikun, eftir gömlu
reglu meistarans, að fram verði að bera bæði nýlt og gamalt
úr forðabúrinu.
Og á vakningar og viðreisnartímum, þegar sérstaklega
skilar áfram þekking og skilningi mannsandans, koma eðli-
lega nýjar og nýjar kröfur til prédikunarinnar, eigi fólkið
henni gaum að gefa.
Og nú er það tvent sem kemur til greina við þessar hug-
leiðingar um málfrelsi presta, eða um efni og innihald prédik-
ana þeirra.
Annað er það hvað nútíðarprédikunin hefir þetta lif miklu
roeir fyrir augum en áður var. Fyr meir var alveg gefin