Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 10

Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Side 10
82 NÝTT KTRKJTJBLAÐ upp á bátinn öll bót mannlífsins hérna megin: Alt hér i þess- um heimi var ilt og óviðráðanlegt og ólæknandi. Bara að komast sem fyrst úr þessum eymdadal inn í sæluna hinum megin! Langtum meir gætti þá undirbúnings undir dauðann en hins að búa sig undir að vinna fyrir þetta líf. Þessi mun- ur er átakanlegur og mjög merkilegur, og efni í langar og rækilegar hugleiðingar, ef svo vildi verkast. Þessi stefnu- breyting í nýtísku-prédikuninni — hún er t. d. mjög áþreifan- leg hjá Ragaz, sem blaðið hefir dálítið kynt lesendunum — hefir að baki sér bættan og aukinn skilning á því, hvað guðs- ríkið var sem Jesús vildi stofna, hve jarðbundið það einmitt var, hve réttlætiskröfurnar voru þar ríkar í samskiftum öllum manna á milli. Nú skiljum vér það miklu betur en áður að Jesús var einmitt að kenna oss að lifa, lifa hér á jörðu fyrir guðs- ríkið sitt. Hitt kom þá af sjálfu sér. — Það var vonleysisupp- gjöf hugsjóna Jesú, er öllu var snúið að dauðanum og öðru lífi. Hitt sem eg nefna vildi í þessu sambandi, en er raunar af alveg sama bergi hrotið, er það, hvað prédikunin er æ meir og meir að fá að viðfangsefni félagsheildina, varnir og viðleitni til bóta lífsbölinu. Þar á bak við er vaxandi viður- kenning á því, sem var svo fjarri eldri hugsunarhætti, að böl- ið sé að miklu sjálfskaparvíti líðandi tíma — og bætanlegt. „Nýtt og gamalt úr forðabúrinu11. Altaf verður kristindóms- boðskapurinn líka, áfram sem var, minning þess, að hver einstak- ur á fyrir sálu að sjá, og Iíf er eftir þetta líf, en þegar öðr- um hliðum og viðfangsefnum hefir lengi verið gleymt, kemur það aftur fram og kanske þá nokkuð einhliða. Kemur þá sem „hið nýja“. Það er lif og hreifmg, og með þvi mótifær hver kynslóðin sína prédikun. Að mestu þýtt úr ensku. Hvað viltu með því? Á krossferðaöldinni var hvað kyrrast hjá oss og fremur sagnafátt. En þeim mun ókyrrara var úti í heiminum. Réði þar mestu um norræni víkingaandinn forni, þó að nú fylktu

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.