Nýtt kirkjublað - 01.04.1912, Síða 11
NÝTT KIRKJUBLAÐ
83
afkomendur heiðnu víkinganna sér undir krossins merki. Og
tíðarandinn var nú sá að valdamesti maður aldarinnár var
munkur í klaustri. Var það hinn heilagi Bernarð. Og ekki
hafði hann annað til vopna en stólræðurnar sínar.
Yfir skrifpúltinu sínu í steinklefanuni fátæklega hafði hei-
lagur Bernarð ritað á vegginn orðin: „Ad quid venisti,
Bernarde?“ — „Til hvers komstu, Bernarð ?“ Orðin þau
voru sítalandi áminning til hans við ræðugerðina, að vera nú
fastur í rásinni, allur við það eitt er hann var þá að berjast
fyrir og hafa fram.
Svo mætti segja við margan Sérann, sem sest að skrif-
borðinu sínu með óritaða örk innhefta fyrir framan sig, og
biblíuna til annarar handar og blekbyttu hinum megin: Til
hvers komstu hingað, séra minn ? Eða hvað viltu nú með
því að fylla út þessa óskrifuðu örk, sem á að endast þér i
upplestri eða tali um nærfelt hálfa stundu? Hvar viltu ná
takinu á tilheyrendum þínum ? Á skilningi þeirra um það
eður það? £ða á vilja þeirra til að breyta svo eður svo?
Eitthvað á út af og upp úr hverri prédikun að koma: Ein-
hver trúarsannindi, einhver ákveðin verk. Og þú hittir ekki
nema þú sjálfur hafir fest auga á markinu. Munurinn sami
og að skjóta ör af beindum boga og að helia úr sáðapoka
út í veður og vind.
Er það annars ekki nógu eftirtektavert, að varla er svo
ómerkileg ritsmíð á ferðinni að höfundurinn byrji ekki með
yfirskrift efnisins. Það og það vill liann með þvi sem hann
ritar. Hann hefir beint sett sér það og það mark, og valið
sér yfirskriftarheitið eftir því. En rétt undantekningarlaust er
það, að presturinn byrjar yfirskriftarlaust á ræðu sinni. Og
altof oft veit hann sjálfur ekki hvað efnið er, eða hvað hann
vill með því að fylla síðurnar. Og þá er ekki von að fólkið
viti það heldur.
Prestaskólakennarar hafa stundum reynt sig sig á því við
prédikunaræfingar að fá stúdentunum miða, um leið og ein-
hver þeirra hefir lokið sinni ræðu, og beðið þá að rita á mið-
ann, hvað hverjum um sig hafi fundist vera efni eða mark-
mið ræðunnar sem með var farið. Hefir þá tíðum ótrúlega
ólíkt komið út á miðunum. Og eitthvað svipað gætu menn alloft