Nýtt kirkjublað - 15.10.1914, Blaðsíða 4
23G
NÝTT KIRKJUBLAÐ
þá er hætt við að þeir hafi lokaS sig inni, dregið sig út úr
heiminum.
Það getur orðið rétt og skylt að forðast einstaka menn,
en þú mátt ekki flýja heiminn. Þó að þér nú virðist að
þessi kunningi þinn sé kærulaus i trúarefnum og fullur
af efasemdum, þá skaltu samt ekki þess vegna sneiða
hjá honum. Gjör þér, að því er þú getur, far um, að
taka þátt í áhugamálum hans og skilja hann, vertu í öllu við-
móti við hann eins og þér er eðlilegast, glaðlyndur og vin-
samlegur, vertu með sem minstar fortölur og tilraunir að hafa
áhrif á hann; það kemur alt af sjálfu sér, ef svo vill verkast
að þessi kunningi þinn hefir ánægju af samvistunum, þá fá
áhrifageislarnir frá þér að njóta sín. *
ivGFnig gf kFistindómsfræðslan orðin í barnaskólum?
Þessari spurningu væri gleðilegt að geta svarað ])annig,
að kristindómsfræðslan væri altaf í sívaxandi framför og full-
komnun, því að af öllum þeim góðu námsgreinum sem kendar
eru í barnaskólum, hefir verið er og verður kristindómsfræðsl-
an sú æðsta og besta námsgreinin, þvi hún er áreiðanlega
undirstaðan allra hinna námsgreinanna, og lifs hvers ung-
mennis sem eldi-i.
En hefir nú kristindómsfræðslan nokkrum framförum tek-
ið síðan hún, næstum að heita má, hefir verið tekin afprest-
unum þar sem skólar ná til ? Eg álykta að svo sé ekki, því
dæmin þau munu til vera, nú orðin í skólum, að börnin séu
ekki látin koma nafni á að læra kver og biblíusögur til fulln-
ustu, fyr en síðustu vikurnar af siðasta skólaári sínu, ef þau
])á lúka því nokkurn tíma sum. Og þess mun heldur ekki
undantekning að hörn sem komin eru á 12—13 ára aldur
séu ekki farin að líta við kvernámi, en í þess stað fikta við
dönskunám.
Siðan, ])egar búið var að geyma kristindómsfræðsluna —
til siðustu stundar getur maður sagt, þá er með aðstoð prests-
ins tafarlaust sótt um fermingarleyfi, á meðan eitlhvað loðir