Nýtt kirkjublað - 15.10.1914, Blaðsíða 2
234
NÝTT KIRKJUBLAÐ
líkan sér, þá er eigi annarstaðar að líking guðs að leita en
]iar sem maðurinn er. Og hafi guð blásið lífsanda sínum í
manninn, þá er andi guðs í manninum, og þar leitum vér op-
inberunar guðs.
Heiðindómurinn leitaði að guði í náttúrunni og trúin
byggist á hræðslu. Gyðingdómurinn leitaði guðs í manndóm-
inum, og trúin er fólgin í því — bæði að óttast og elska.
Kristindómurinn tekur við þessari grundvallar-kenningu
frá gyðingdóminum og staðfestir hana. Langar þig til þess
að finna guð? Leita þú hans þá inni í þinni eigin sál!
Þetta boðorð sem eg legg fyrir þig í dag er þér eigi um
megn og það er eigi fjarlægt þér.
Ekki er það uppi í bimninum, svo að þú þurfir að segja:
Hver ætli fari fyrir oss upp í himininn og sæki það handa
oss og kunngjöri oss það, svo að vér megum breyta eftir því?
Og það er eigi hinumegin hafsins, svo að þú þurfir að
segja: Hver ætli fari fyrir oss yfir hafið og sæki það handa
oss og kunngjöri oss það, svo að vér megum breyta eftir því?
Heldur er orðið harla nærri þér, í munni þínum og hjarta
þínu, svo að þú getur breytt eftir því. (5. Mós. 30, 11—14).
Svo talar einn af hinum miklu spámönnum Gyðinga.
Grundvallarkenning gyðingdóms og kristindóms er í þessu
efni ein og söm. Eftir eðli sínu er guð og maður eitt.
Gyðingdómurinn kendi það að í manninum opinberaðist
guð á æðsta stigi, en kristindómurinn bætir því svo við, að
alfullkomnust opinberun guðs í mannlegu lífi er í lífi Jesú
frá Nazaret. Tvent fer það saman, sem gjörir hann að
Messíasi eða Kristi:
Fullkomnasta opinberun guðs er opinberun hans í mann-
legu lífi, en fullkomnasta opinberunin í mannlegu lífi er opin-
berunin í Jesú frá Nazaret.
Hann er Messías af því að einmitl hann verður til þess að
guð er eigi lengur fjarlægur oss mönnunum, hann kemur því
til leiðar að mennirnir fara að geta skilið livað guð er, hann
gerir það mögulegt að samband og samfélag komist á milli
guðs og manna. í lífi Jesú verður mannleg lífsreynsla til
þess að kenna oss hvað guð er.
Sú var tíðin að menn hugsuðu sér regindjup staðfest
milli guðs og manna, og þá var það skiljanlegt að það væri