Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Blaðsíða 3
NÝTT KIRKJUBLAfe ðð verið tekið með ískaldri þögninni hér á landi. Aftur hafa ýmsir erlendir menn fundið og metið gildi þessa verks og þjóðlaga vorra. Árið 1900, árið eftir að síra Bjarni dvaldi hið fyrra sinn í þjóðlagaleit á Árnasafni, gaf helzti söngsögufrœðingur Dana, dr. Angul Hammerich út merkilega ritgjörð, sem heitir Studier over islandsk Musik. Hann hafði sjálfur eigi til Islands komið né heyrt íslenzk þjóðlög sungin, kveðst hann hafa átt mjög bágt með að trúa því, að íslenzk þjóðlög, og einkum hinn íslenzki tvísöngur vœri eins merkilegur gripur eins og það í raun og veru sé, unz hann kyntist síra Bjarna og starfi hans. Dr. A. Heusler í Berlín skrifar ritdóm um Þjóðlagasafnið í Zeitschrift fúr deutsches Alterthum, og gjörir það af velvilja og góðum skiiningi, sem vænta mátti úr þeirri átt. Telur hann þessa stóru bók næga sönnun þess, að einnig á þessu svæði eigi íslenzka þjóðin bæði mikinn og góðan arf frá fyrri tímum, meiri og betri en menn hafi dreymt um, og telur hann það hið þarfasta verk, að þessu skyldi bjargað frá gleymsku, og það gefið út, þótt enn æskilegra hefði verið að lesmál bók- arinnar hefði verið á einhverju af tungumálum stórþjóðanna. Það er minst á það í inngangi Þjóðlagasafnsins, sem er langur og mjög fróðlegur, hvílik uppspretta fyrir tónskáld hvers lands sé einmitt fólgin í jtjóðlögunum: það þyki kostur á sérhverri lagsmíð, að hún sé bygð á þjóðlegum grundvelli, hafi á sér jijóðlegan blæ, sverji sig í ættina til föðurlandsins og þjóðarinnar; og að því er hin íslenzku þjóðlög snertir, ]>á eiga hin íslenzku tónskáld komandi tima hér mikið verkefni fyrir höndum. Og vonandi er það, að margt í hinu mikla Þjóðlagasafni verði tónskáldum vorum það úlsæði sem margt gott og þjóðlegt söngverk, smátt eða stórt, megi upp af sprelta. Ymsir efast um það, að í þjóð- lögum vorum liggi nokkur slíkur lífskraftur. En bezt er að dæma varlega um slíkt. Reynslan er ólygnust. Sigfús Ein arsson hefir raddsett og gefið út að minsta kosti tvö hefti, bæði islenzk þjóðlög og islenzk alþýðusönglög. Og Svbj. Svein- björ.nsson hefir fært í fagran búning og nýlega gefið út 20 íslenzk þjóðlög. Þetta eru aðeins tvö dæmi, en væntanlega mun hér fleira á eftir fara. Áður en skilist er að fullu við þelta atriði, má minnast,

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.