Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Qupperneq 4

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Qupperneq 4
100 NÝTT KIRKJUBLA© þess, að sr. Bjarni átti mikinn og góðan þátt í útgáfu Söng- bókar Stúdentafélagsins, einkum að því Cr snertir íslenzku lög- in í þeirri bók, eins og líka formáli bókarinnar ber með sér. Einnig hefir hann skrifað skýra og alþýðlega ritgjörð í Skírni um islenzk þjóðlög. 3. Þá er síðast, en ekki sízt, alt starf hans í þarfir kirkjusöngsins hjá oss. Er þar fyrst að nefna hinn íslenzka hátíðasöng, sem hann hefir að öilu frumsamið og gefið út á sinn kostnað í Kmh. 1899. Hefir söngur þessi unnið sér mikla og einróma hylli, hvervetna þar sem hann hefir verið notaður, en það er nú orðið allvíða, enda er bókin því nœr uppseld. Ur ritdómi síra Jóns prófessors Helgasonar (Vlj. V. 2) skal tilfæra þessi orð og eru þau sannmæli: „Verkið er vandlega af hendi leyst, og getur aldrei orðið höfundinum nema til sóma, frá hvaða hlið sem það er skoðað. Hann á beztu þakkir skilið fyrir verk sitt; hann hefir gefið kirkju lands vors góða gjöf og er hún í þakkarskuld við hann fyrir gjöfina. En þá þakk- arskuld fær hann aldrei betur borgaða með öðru en því, að þessu söngverki hans verði vel tekið af prestum og söfnuðum, og að það verði umfram alt til þess að gjöra guðsþjónust- una enn meira aðlaðandi söfnuðunum, og þannig til að glæða kirkjurækni og með henni kirkjulegt líf í landinu. Takist það, hefir hann ekki unnið verk sitt til einskis. Hið annað er útgáfa kirkjusöngsbókarinnar, 1903. Bók þessi bætti úr brýnni þörf; þar voru hin venjulegu sálmalög vor gefin út á ný, mörg þeirra í endurbættri og lagfærðri mynd, og ýmsum nýjum, fögrum, útlendum lögum bætt við. Eitt frumsamið lag á sr. Bjarni í þeirri bók við orðin: Sælir eru þeir, sem heyra guðs orð og varðveita það. Hið þriðja er útgáfa viðbætis við kirkjusöngsbókina, 1912. Þar koma 85 sálmalög fyrir almennings sjónir, er ekki hafa verið áður notuð í íslenzkum kirkjusöng, og er það mikil við- bót og góð. Vandaði hann valið á lögum þessum svo sem unt v'ar, og varði til þess miklum tíma og fyrirhöfn, enda mun fólki hafa geðjast lagavalið vel, undantekningarlítið. Breytti hann raddsetningu töluvert til bóla á sumum lögun- um (nr. 180, 191, 202, 210, 222, 224, 240, 247) en raddsetti sum að öllu leyti (nr. 179, 196, 204, 208, 212, 251). Tvö

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.