Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Qupperneq 7

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Qupperneq 7
NÝTT KXRKJUBLAÐ 103 „Visnað tré eg að vísu er“. Og meðan eg söng, sá eg Ijóma sló á svip mannsins og hendurnar urðu grafkyrrar. Eg talaði svo nokkur orð, sem eg man að meslu enn, t. d. þessi: „Elskulegi bróðir! Guði sé lof fyrir þessa stund, þólt hún yrði beggja okkar síðasta! Það er svo gott að deyja með frelsaranum, hœtta þessu kross- stríði og segja: Faðir, í þínar hendur fel eg minn anda“. Svo söng eg aftur: „Alt hefi eg, Jesús, illa gert, alt það bæta þú kominn ert“. — — Svo fór eg i nokkuð aðra sálma og segi: Hjartnæmasti sálmur Hallgríms okkar Péturssonar held eg sé sálmurinn : „Stríðsmenn þá höfðu krossfest Krist“. Hér tók sá deyjandi fram í, og er eg laut niður að honum, heyrð- ist mér hann segja: „Syngið, syngið!“ Hann hafði verið sönglaginn. Eg söng þá fyrst versið: „Hentuglega féll hlutur sá“, o. s. frv. Síðan mælti eg nokkur orð, og heyrðist mér hann umla aftur: og söng eg þá versið: „Heyri eg um þig minn herra rætt“, o. s. frv. Enn lá hann kyr, og fögur ró yfir andlitinu; flýtti eg svo þjónustunni, og síðan söng eg síðasta vers hins síðasta píningarsálms, og er eg leit til öldungsins — var hann liðið lík. — Hálf öld er nú senn, hvað líður, síðan liðin, og margar byltingar hafa síðan orðið í hugsunum mínum og skoðunum. Eg hefi verið trúaður og vantrúaður, katólskur og prótestanti, Unítari og nýguðfræðingur, kynt mér allskonar „isma“ eða heimspeki, en hjarta mitt hefir aldrei gleymt sálmum Hallgr. Péturssonar. Það er líka nn'n lífsskoðun, að þjóðirnar eldist seint frá fórnartrúnni; öll trúarbrögð, sem lýst hafa voru kyni, og allir sorgarleikir, eldri og nýrri, hafa kent hið sama. Án æðri hjálpar og friðþægingar verður lífsgátan ekki leyst eða ráðin. Goethe lætur Faust deyja í himneskum söng. Sama hefir vort bezta skáld og spekingur gert; hann hefir kent oss að deyja í himneskum söng — söng sem ekki má fyrnast meðan málið eklci deyr. Matth. Jockumsson.

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.