Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Page 9

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Page 9
NÝTT KIRKJUBLAÐ imnastiginn. Þú hyggur oft i hrygð og neyð að himin guðs sé vandi að finna. En Herrann bjó þér himinleið um hjörtu bræðra og systra þinna. S. V. JJm megjarsonernið. (Ur „Tankar och frágor“ eftir Pontus Wikner). Þegar eg nú hugsa til hins undursamlega í jarðneskri framkomu þinni, þá ætla eg mér sízt þá dul, að geta í ein- stökum atriðum dregið takmarkalínuna milli náttúrlegs ogyfir- náttúrlegs í þessu. Eitt er eg þó sannfærður um: í lífi þínu bar ekkert það við, sem rauf virkileg náttúrunnar lög, sem að mínu viti eru ekki annað en birting vilja guðs, að því er náttúruna snertir. En það er trúa mín, að náttúrulögin heimili yfirráðum persónuleikans yfir náttúrunni og þá ekki sízt þeirrar persónu, sem i alveg sérstökum skilningi er send af guði, margfalt meira svifrúm, en náttúruvísindin vilja kann- ast við enn sem komið er. Það verður hlutverk samvizku- samra náttúrufræðinga að greiða betur og betur frarn úr þeirri spurningu. Hvað snertir afstöðu sjálfs mín við þig, þá skift- ir þetta engu. Að vísu verður því ekki neitað, að þessi spurn- ing skiftir vísindin allmiklu, og að svo getur verið ástattfyrir mörgum, að glati þeir trúnni á eitt eður annað undursamlegt, sem í frásögur er fært um þig, þá eigi þeir á hættu að veikl- ast líka i trúnni á sjálfan þig. Að kasta steini á þá fyrir það er mjög fjarri skapi mínu. Eg verð og við það að kann- ast, að engu því liafi verið ofaukið, sem fram við þig kom í þessu lífi, alt frá því, er þú varst getinn í móðurlífi, og til hinztu stundar þinnar. Alt það, sem fram við þig kom, hlaut svo að vera og gat ekki öðruvísi verið. Annars hefði það ekki verið sönn auglýsing þess í tímanum, sem þú ert að eilífu. Hafi þessvegna alt hið undursamlega, sem um þig er skráð af guðspjallamönnunum, átt sér stað í raun og veru,

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.