Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Side 11

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Side 11
NÝTT KJEKJTJBLAÐ 107 uninni innan viSurkendra og fastsettra takmarka hennar. jafn hikandi verSum vér, þegar ræða er um að setja lög þeim náttúrufyrirbrigðum, sem gefa til kynna takmörk sjálfrar heimsþróunarinnar. Einmitt á vorum dögum stendur yfir mikilfengleg barátta um hvers virði þau takmörk séu, sem álitið hefir verið að væru milli hinna mörgu lífsveru-tegunda á jörðu vorri. Hvern- ig er hinn fyrsti maður upphaflega til orðinn? Reyndist nú svo, að mörg þúsund ára þróun frá ófullkomnasta byrjunar- stigi, væri undanfari framkomu mannsins, svo að maðurinn væri æðsta stig þessarar áframhaldandi þróunar, þá þýddi þetta aöeins skifting erfiðleikanna í marga staði, á þá leið, að hið nýja hefði komið fram sniátt og smátt og líiið í einu, í stað þess að koma fram í fyllingu sinni alt í einu. Væri spurningin þessi: Hvernig getur takmarkað frjómegin, eins og frjómegin náttúrunnar er, nægt til þess að framleiða það, sem er jafnfullkomið og maðurinn? þá væri vel unandi við svarið: Það hefir ekki orðið svo alt í einu, heldur smátt og smátt, á miljónum ára. En það sem um er spurt, er eigin- lega ekki þetta. Spurningin er miklu fremur þessi: Hvaðan er þessi fullkomleiki kominn? Og þá liggur svarið ekki jafn opið fyrir. Látum svo vera að samlíkja megi náttúrunni, á þróunarferli sínum í tímanum, við elfu, sem smátt og smátt hefir vaxið, þangað til hún er orðin það, sem nú er hún. Hvað sem öðru líður, þá hlýtur hún að eiga sér upptök sín einhversstaðar, þaðan sem hún upphaflega er runnin, og eins hafa lækir og minni ár hlotið að renna í hana á ýmsum stöð- um, þótt það sjáist ekki, þar sem vér stöndum. Og sé nokk- uru sinni erfitt að kveða á um takmörkin, þá ætti það ekki sízt að vera þar sem í hlut á persóna eins og þú, sem eng- an átt þér samjafnan. Fyrir því er mér ekki nema skylt að tala gætilega um þessa hluti. En það sem eg vildi sagt hafa í þessu sambandi, er þetta, að trú nn'n er í engu komin undir úrlausn þessarar spurning- ar, — spurningarinnar um tímanlegan uppruna mannlegs lífs yfirleitt né þíns lífs sérstaklega. Trú mín grundvallast öll á sjálfum þér eins og þú ert að eilífu, en aðeins óbeinlínis — og þá vegna hinnar eilífu persónu þinnar, — á því sem þú varst í þessuqi heimi, syndlaus sigurvegari syndarinnar.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.