Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Síða 12

Nýtt kirkjublað - 01.05.1915, Síða 12
108_________NÝTT KIRKJUBLAÐ Geti það tvent ekki farið saman, að vera þetta, og þó að eiga jarðneskan föður, þá er að taka því og segja, að þú hafir þá auðvitað ekki heldur átt neinn jarðneskan föður, og vísindin uppgötva þá væntanlega á sínum tima, að þetta hafi verið samkvæmt lögum náttúrunnar. Skyldi það aftur á móti reynast svo, að ekkert væri því til fyrirstöðu, að þetta tvent færi saman, þá hefir þú átt jarðneskan föður eins og aðrir menn, og þá hefir það líka hlotið svo að vera, til þess að þú gætir verið guðs eingetinn sonur, sem eg veit að þú ert. En að þú eða sjálfs-vera þin er ekki sama sem jarðnesk- ur líkami þinn, Iiggur i augum uppi, þegar þess er gætt, að ekki einu sinni sjálfsvera mín („eg“) er sama sem jarðneskur likami minn; jarðneskur líkami minn er aðeins verkfæri, sem eg nota, til þess fyrir hann að hafa áhrif á efnisheiminn. Eins og nú sjálfsvera mín er það i mér, sem hugsar og vill, eins ert þú sú sjálfsvera i þér, sem hugsar og vill. Og enda þótt eg nú eigni þér dýrlegan og andlegan líkama, og þótt mér sé engan veginn algerlega Ijóst hvað meint er með því, þá er mér það engu að síður augljóst, að það er ekki sá líkami, sem hér í tímanum fæddist, var breytingum undirorp- inn og dó, heldur andlegt líffærakerfi (organismi), sem hafði tekið í þjónustu sína þann líkama, sem það skildi við sig í dauðanum., (J. H.) t iíra löðvar lyjólfsson. Hann andaðist eftir stutta legu úr lungnabólgu, heima að Arnesi seinasta vetrardag 21. f. m. Síra Böðvar heitinn var fæddur að Melgraseyri við Isa- fjarðardjúp 20. september 1871. Var faðir hans sira Eyjólf- ur Jónsson, er andaðist í Árnesi 1. júlí 1909, þá prestur að Kirkjubólsþingum. Er ætt síra Eyjólfs nokkuð rakin í N. Kbl. 1909, nr. 14. Móðir síra Böðvars var Elín Elísabet, dóttir síra. Björns á Stokkseyri, bróður síra Halldórs á Hofi. Síra Böðvar heitinn hafði lokið námi á skólum sumarið 1904, og vígist þá aðstoðarprestur til föður síns. Hann beiðist lausnar vegna heilsubilunar í fardögum 1909

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.