Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Page 3

Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Page 3
NÝTT KIRKJUBLAÐ 115 ekki verið ofsögum af því sagt, eftir ræSum þessum að dæma, því að mörgu leyti mega þær heita stórmerkilegar. Það er oft að íslenzku prestunum er brugðið um deyfð og vanafestu og fleira þesskonar. Það er ekki hér að sjá. Kæður þessar eru fullar af lífi og fjöri, krafti og kjarna, brennandi áhuga og helgri vandlætingu. Höfundurinn hefir verið eldheilur áhugamaður um alt, og eftir því einarður og skorinorður“ ... Ymislegt er einkennilegt við ræður þessar. Eitt er það, að þær lúta meira að veraldlegum efnum og hversdagslífinu, en flestar samkynja ræður, sem birzt hafa á prenti á is- lenzku . . . I annan stað er j)að einkennilegt við ræður þessar, að höf. talar einkum til skynseminnar, samvizkunnar og viljans, en miklu minna til tilfinningarinnar eða hjartans . . . Enn er það einkennilegt, að höf. fer í ræðunum sjaldan út fyrir þetta líf, enda oft ekki þá, er andi hans kemst mest á flug . . . Hann gefur hinar glæsilegustu vonir um framtíðina, vonar að alt muni fara batnandi, eftir því sem tímar líða, unz jörðin verður aftur að nokkurskonar Paradís, að minsta kosti standi það í valdi mannanna sjálfra að gjöra hana þannig, og aðal- ráðið til þess sé frelsi, samfara því að beita skynseminni réttilega“. Fyrst mun síra Páll hafa vakið athygli á kenningarmáta sínum, er páskaræða hans kom út (1888). Afneitaði hún ei- lífri glötun. Voru menn þá lítt vanir „nýrri guðfræði“. Enn má mikla kynning fá af síra Páli heitnum af bréf- um hans til Þorsteins heitins læknis i Vestmannaeyjum. Eru bréfin rituð frá Gaulverjabæ hin fyrri ár síra Páls þar. Birt- ust þau í 8. árgangi Óðins. Finst lionum enn daufara félags- lífið í Flóanum en nyrðra, og er harðorður og beiskur: „Eg brenn af áhuga fyrir viðreisn lands og ])jóðar“. Þaðan koma allar vandlætingarnar. Barnaskóla kom sira Páll á i Gaulverjabæ, og vígði með 20 börnum í desember 1881, og stóð með góðum blóma hans daga. Eigi síður bar hann fyrir brjósti alþýðuskólann á Eyr- arbakka, sem þá var á prjónunum, en kafnaði í aumingja- skap og úrræðaleysi. Agætur kennari var sira Páll talinn, og bjó hann marga pilta undir skóla Hjaltabakkaárin, og gafst vel. Má nefna til

x

Nýtt kirkjublað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.