Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Side 7

Nýtt kirkjublað - 15.05.1915, Side 7
NÝTT KIRKJUBLAÐ 119 Þinn andi sveif burtu í bjartari heim borinn til hæða af ljósgeislum þeim er signdu þitt helstríðið stranga. — Eg veit það að kærleikans blessuðu bönd ei bresta í algóða föðursins hönd, því glöð reyni eg leiðina að ganga. — lmGPÍGan=ÍGandinavian loundation. New-York-borgari, af dönskum ættum, Niels Poulson að nafni, lætur eftir sig 1911 mikinn sjóð, til samkynningar nor- rænni menning og amerískri, og er það í sama anda og auð- maðurinn Rhodes varði fé sínu. Nafn stofnunarinnar er hér yfir skráð. Er stjórnarnefnd í New-York, og dr. phil. H. G. Leacb framkvæmdarstjóri; var hann áður prófessor við Harvard-háskóla. Fulltrúar félagsins, og einskonar meðritstjórar eru í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð, og konungar landanna taldir verndarar stofnunarinnar. Eiun þátturinn í starfi þessarar stofnunar er að halda úti tímariti, og heitir The American-Scandinavian Review, kostar H/2 dollar um árið, Heftið sem kom út fyrir niarz og april er kent við Island, og mestait um islenzk efni. Framan á er mynd Snorra Sturlusonar, sem norski mál- arinn Christian Krogh lagði til við Heimskringlu-þýðingu Storms prófessors. Gæti verið Grímur eða Egill á Borg, upp- dubbaður, en fráleitt Snorri með „snjóhvítt blóðið“. Því kvað Egill um frænda sinn — í draumvísunni: tíeggur sparir sverði að höggva — — — skarpur brandur fekk mér landa. Frágangur allur er hinn vandaðasti á heftinu, og fjöldi mynda héðan að heiman, og kennir margra grasa. Ferða- sögubrot eru héðan og Edduþýðingar. Einar Jónsson ritar með myndum sínum, Guðmundur söguskáld um framtið Is- lands, síra Björn í Winnipeg um landnám íslendinga vestra, Finnur prófessor um ferðirnar fornu til Vínlands. Fremst er þýðing á Ijóði Klettafjallaskáldsins „Þó þú lang-förull legðir“. Námsstyrkir eru veittir úr sjóði stofnunarinnar stúdentum

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.