Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Blaðsíða 4

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Blaðsíða 4
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA öllu landinu, 47 steinhöggvarar í Rvík en 60 á öllu landinu o. s. frv., sem sýnir að fleiri eru taldir með en eiginlegir iðnaðarmenn. Iðngreinirnar eru taldar að vera 29 alls en fátt mun hafa verið i sumum þeirra. Yegna seinni tíma er rjett að geta þess, að iðngrein- irnar voru þessar: Bakarar, beykirar, bók- bindarar, drifsmiðir (gjörtlarar), eirsmiðir, glerskerar, hanskamakarar, hattarar, hjóla- og vagnasmiðir, húsgagnasmiðir (snikkarar), járnsmiðir, kaðlarar, lásasmiðir, naglarar, pjátrarar, prentarar, rennismiðir, silfur- og gullsmiðir, skraddarar, sótarar, sútarar, söðla- smiðir, tóbaksspinnarar, trjesmiðir, úrsmiðir og vefarar. Er kunnugt um sumar þessara iðn- greina, að ekkert var að þeim starfað lijer eftir aldamót, svo sem drifsmíði, glerskurði, hanska- og hattagerð, naglasmiði, reipslætti o. fl., og í öðrum var lítið að gera. En upp úr aldamótunum fer að skifta um. I verklegum efnum fer öllu fram hröðum fet- um á flestum sviðum. Þá er síminn lagður, samgöngur auknar bæði innanlands og við út- lönd, bankar stofnaðir og peningum þannig veitt inn i landið til framkvæinda og fram- sóknar, og með öllu þessu vaknar þjóðin sjálf til skilnings á því, að við liöfum sofið á verk- lega sviðinu og drögnumst æ lengra aftur úr öðrum menningarþjóðum, andlega og efna- lega, ef ekki er aðgert þegar i stað. Mun á sín- um tíma minst margra ötulla athafnarmanna, sem drjúgan þátt áttu í þeim umbótum og breytingum, sem á voru gerðar. Á öðrum stað hefir að nokkru verið rakið, hvernig breytingarnar urðu, hverjir riðu á vaðið og hvernig iðju- og iðngreinum fjölgaði smámsaman, jafnframt þvi að mörg fyrirtækj- anna uxu og elfdust með ári hverju, og skal því ekki farið út i það hjer, en aðeins drepið á það, hvar vjer stöndum í ár. Hitt væri vit- anlega fullkomin ástæða til að rita um síðar, hvaða erfiðleika og baráttu framfarirnar liafa kostað, hvaða fyrirtæki hafa orðið að lúta í lægra lialdi og hversvegna og hvað helst ber að varast við stofnun slíkra fyrirtækja. Af iðjuverum eru nú starfandi hjer 4 ullar- og klæðaverksmiðjur, (1 í Reykjavík), 2 öl- gerðir (báðar í Rv.), 5 gosdrykkjagerðir (3 i Rv.), 3 sútunarverksmiðjur (allar i Rv.), 1 gærurotun (Rv.), 7 skipasmíðastöðvar (2 í Rv.), 6 trje- og húsgagnasmíðaverksmiðjur (4 í Rv.), 5 stærri vjelsmiðjur (2 í Rv.), 4 stærri efnagerðir (Rv.), 7 síldarverksmiðjur, 6 fisk- mjölsverksmiðjur (1 i Rv.), 3 niðursuðuverk- smiðjur (1 í Rv.), 4 smjörlíkisgerðir (2 í Rv.), 2 steinsteypuverksmiðjur (1 í Rv.), 1 kolagas- stöð (Rv.), 1 ildis- acetylenverksmiðja (Rv.), 2 kaffihætisgerðir og kaffibrenslur (Rv.), 5 netagerðir (Rv.), 1 sjóklæðagerð (Rv.), 2 tunnugerðir (1 i Rv.), 24 ishús með vjelfryst- ing (5 í Rv.), 8 mjólkur- og rjómabú fyrir utan mjólkurhreinsun Mjólkurfjelagsins í Reykja- vík, og 16 fiskþurkunarhús (8 í Rv.). Auk þess má til iðju telja allar stærri raf- magnsstöðvar í landinu, sem nú eru að minsta kosti orðnar 10 eða fleiri, beintætara og fiski- aðgerð með vjelum í Vestmannaeyjum, 14 lifrabræðslustöðvar á landinu, þvottahús, fata- hreinsun o. fl. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslu frá vjela- eftirlitinu eru auk hins framantalda í Reykja- vík 2 bátasmiðastöðvar, 42 trje- og húsgagna- smiðavinnuslofur, 20 járn- og vjelsmiðjur, 9 prentsmiðjur, 6 bókbandsstofur, 16 gull- og silfursmíðaverkstæði, 37 eða fleiri skósmíða- verkstæði, 4 blikksmiðjur, 11 brauðgerðarliús, 17 úrsmíðavinnustofur, 5 reiðhjóla og bifreiða- viðgerðir, 1 vagnagerð, 2 gleraugnagerðir, 1 prjónastofa o. fl., sem alt er í það smáum stíl, að til iðnaðar telst en ekki iðju. En þetta er nóg til þess að sýna, hvílíkur fjöldi af iðju og iðnaðarfyrirtækjum hefur risið upp síðan um aldamót, hvað starfið liefir aukist og livað framtak og dugnaður liefur örfast, aðallega á siðustu ártugum. Jeg skal að síðustu geta þess, að nú eru iðngreinir í Reykjavík taldar um 50, iðnaðarmenn rúm 1700, íbúarnir um 26500, venslamenn iðnaðarmanna 3500, iðjustarfs- menn 300 og þeirra venslafólk 600, eða alls um 2000 manns í Reykjavik einni, er að iðn- aði slarfa og 6000, sem af honum lifa. Virðist það orðinn það álitlegur hópur, að ástæða sje til að telja iðnað með í atvinnugreinum þjóðar- innar, þótt enginn þeirra, er í dagblöð vor rita og alinenn tímarit liafi komið auga á það ennþá. [ 18 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.