Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Side 10
T í M A R I T
I Ð N A Ð A R M A N N A
Spánarför.
Eftir Jón Halldórsson.
(Frh.)
Sunnudaginn 28. júlí, árla morguns er komið
til Cadiz. Ekki var tími til þess að skoða þá
fögru og söguríku borg, en viða má sjá merki
þess, að athafnamenn hafa numið þar staðar.
Einna Ijósustu merkin eru varnarmúrar, 10—
15 m. háir og alt að 3 m. þykkir, til þess að
standast öldurót Atlantsliafsins, sem umkringir
borgina. Talið er, að hún sje ein af allra elstu
borgum Evrópu, frá árinu 1100 fyrir Krist, og
sje nú ekki svipur hjá sjón við það, sem áður
var, og er það síst að furða eftir þær árásir,
sem hún liefir orðið að þola vegna stjórnar-
byltinga og styrjalda stórveldanna öld eftir öld;
en ennþá stendur liún fögur og tignarleg í
augum ferðamannsins.
Kl. 7xh var morgundrykkjar neitt og pappa-
askja með smurðu brauði afhent hverjum far-
þega til morgunverðar. Miðdagsverðar skyldi
neitt á skipsins kostnað í Sevilla. Sjerstök járn-
brautarlest (13 vagnar) beið tilhúin uns haldið
var af stað kl. 9^h í heiðhirtu og blíðu.
Á leiðinni var fátt markvert að sjá nema salt-
vinslu, sem ekki virtist margbrotin. Á nokkuð
stóru svæði er jörðin stungin upp í 1—2 feta
dýpt, en göngustígar skildir eftir á milli reit-
anna. Sjó er veitt í þessa uppstungnu reiti og
lokað fyrir innstreymið þegar nóg er komið.
Vatnið gufar síða upp af sólarhita en saltið
verður eftir eins og ísbreiða. Það er svo á sín-
um tíma brotið upp og malað; síðan er því mok-
að i hrauka uns það er lireinsað og flutt til
hafnarbæjanna og selt þar sem markaðsvara.
Eftir nær 4 tíma ferð er komið til Sevilla.
Nú þurfti að nota tímann vel til að sjá þá
fögru borg, sem talin er að vera önnur Florenz
að fegurð og hstum, en tími til kl. 9 að kvöldi.
Fyrst var farþegunum skift niður í deildir, um
50 manns í hverri, og leiðsögumaður með
hverri deild. Fyrst var gengið um aðalstræti
borgarinnar til þess að sjá byggingarnar, búð-
irnar og götulífið i gamla hluta bæjarins. Sið-
an var neitt morgunverðar á veitingahúsi og
að honum loknum var farið að skoða dóm-
kirkjuna miklu, „Kathedralen“. Hún er talin
ein af stærslu og merkustu dómkirkjum í heimi,
bygð 1402 til 1415 í gotneskum stíl. I hana var
kvenfólki ekki leyfð innganga með bera hand-
leggi eða berhöfðað; i kápur varð það að fara
og setja Iiatt eða klút um höfuðið, áður en það
fjekk leyfi til þess að koma í þennan helgidóm.
Þegar inn kom, mátti líta kvenfólk á bæn
með börn sín með sjer, og kórdrengi í kirkju-
skrúða sínum fara i flokkum frá einu altarinu
til annars, en þau eru talin 83. Lang tilkomu
mest er háaltarið, bygt 1482. Taldar eru vera
37 kapellur í kirkjunni og 96 gluggar með marg-
litum glerjum, sem lýsa hana með svo undur-
fögrum blæ, að liver sem nýtur þeirrar sjónar,
mun telja sig í sönnum heligdómi. Þá eru þar
stór og mikil minnismerki, meðal annara Col-
umbusar. Er það sem fjórir þjóðliöfðingjar
beri stórt lok af líkkistu, og er sagt að bein
lians sjeu geymd í þvi.
Merkilegar siðvenjur eru hafðar þarna á stór-
hátíðum, meðal annars sú, að kórdrengir eru
látnir dansa hátiðardansa fyrir framan altarið
sem einn lið i kirkjuathöfninni.
Vjer nemum staðar og lítum yfir þessa stóru
kirkju, eins og dýrindis safn af sögulegum
minnismerkjum, sem ýmsir andans menn hafa
eftir látið í ríkum mæli á liðnum öldum, og
sem gefa hugmynd um atburði úr æfisögu
þeirra, i bliðu og stríðu. Vjer dáumst að þeim
stórmennum, sem hafa helgað henni fegurstu
liugsanir sínar og dýrustu verk sín.
Úr kirkjunni er farið i turninn „Giralda“,
sem stendur við hlið liennar, 114 metra hár, og*
bygður 1196 í gotneskum og mauriskum stíl,
slórt og mikið listaverk. Hann gnæfir yfir allar
aðrar byggingar, með klukknaport efst uppi,
og boða þær kirkjulegar athafnir þegar þeim er
hringt. Líðandi gangur er upp eftir turninum
[ 22 ]