Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 17
T 1 M A R I T
IÐNAÐARMANNA
hann klæðum ofan að beltisstað, þurkaðu vand-
lega froðu, slefu (og eins marhálm, þang, mold
og leir) frá vitum hans, snýttu honum, farðu
með klútvafinn vísifingur þinn upp i hann og
aftur í kok, og sópaðu innan á honum kverk-
arnar og munninn (froða -— óhreinindi) taktu
út úr honum gerfitennur ef nokkrar eru, og
ýttu tungunni fram á við um leið.
Legðu nú manninn á grúfu (sjá 39. mynd)
þannig að vangi hans liggi á öðrum hvorum
framhandlegg hans, svo að vitin sjeu frí, láttu
39. mynd. Þrýst á brjóstholið, útöndun. (Sundbók).
samanbrotna ábreiðu eða eitthvað þvíl. undir
kviðinn á honum, legstu svo á hnjen,klofveg yfir
manninn, legðu hendur þinar, sína hvoru meg-
in við hrygg sjúklingsins neðarlega á rifjaliylk-
ið, þannig að þumalfingur þínir sjeu upp með
hryggnum, sinn hvoru megin, og sje 2—3
þuml. bil á milli þeirra, en hinir fingurnir út
á síðunum, sem gleiðastir, til þess að dreifa
átakinu. Svo þrýstir þú brjóstholinu saman
með því að leggjast með þunga þínum áfram
á hendur þínar i svo sem 5 sekúndur eða langt
andartak, siðan ljettir þú þrýstingnum af með
því að rjetta þig upp sbr. 40. mynd en liefir
40. mynd. Þrýstingnum Ijett af. innöndun. (Sund-b).
liendurnar áfram á sama stað, þrýstir siðan
aftur, sleppir, þrýstir o. s. frv. á víxl sem
svarar 12—15 sinnum á minútu. Láttu einhvern
halda á úri svo að þú sjáir á það, eða láttu
hann öllu heldur benda þjer með hendinni,
(upp og niður, líkt og slegið væri hljóðfall,
með sama hraða og hans eigið andartak) og
vertu honurn samferða með þínar hreifingar,
svo að þessar öndunarlireifingar verði með
sem jöfnustu millibili. Við þrýstinginn mink-
ar ummál brjóslliolsins, lopt pressast út úr þvi
(útöndun) en þegar honum ljettir af sækir
rifjahylkið sig aftur eða þenst út, og þá sogast
lopt inn í lungun (innundun). Þelta er svipað
eins og þegar þrýst er á svigagjörð, og þrýst-
ingnum ljett af annað slagið, svo þrýst aftur,
ljett af o. s. frv. á víxl, með jöfnum milli-
bilum. Þessu er nú lialdið áfram þangað til
úr sker, og liöfð mannaskifti ef þarf. — Það
er rjett að liafa stöðuga gát á því að vitin sjeu
frí, og fara jafnvel öðru hvoru upp í sjúkling-
inn með fingurinn (— gott að vefja um hann
vasaklúl -—) lielst ofan í kok, og sópa með
honum slim og froðu úr munni og koki sjúk-
lingsins og ýta tungunni fram á við um leið.
Ef lífgun tekst, fer smátt og smátt að heyrast
dálítið snörl og sog, líkt eins og þegar maður
tekur andann á lofti, en ekki má liætta fyrir
það, heldur halda áfram með sama gangi, 12—
15 sinnum á mínútu. -— Smámsaman fara nú
sogin að verða tíðari og smá-dýpka, andlits-
fölvinn smáminkar líka, og roði fer að færast
í kinnarnar. Gott er að útlimir sju nuddaðir
eða stroknir upp á við, á leið lil hjarlans, jafn-
framt þessum öndunartilraunum, að svo miklu
leyti, sem þessu verður við komið, (helst um
ganglimina) og þykir ágætt ef hafðir væru
til þess heitir dúkar, enda ætli að svifta mann-
inum úr brókunum. Það gefst líka vel að
strjúka vel um iljarnar. Loks þegar sjúkling-
urinn er farinn að draga andann sjálfur, reglu-
lega, svo sem 15—16 sinnum á mínútu og
hjartaslögin orðin hæfilega fjörug og regluleg,
60—70 slög á mínútu, þá er óhætt að fara
að hugsa til að koma honum í rúm, færa hann
úr þeim votu flikum, sem hann enn kann að
vera í, ef hann hefir ekki verið fullafklæddur
áður, þurka kroppinn vandlega með þurrum,
heitum dúkum, ef til væru, strjúka livað eftir
[ 27 ]