Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Qupperneq 24
T í M A R I T
IÐNAÐARMANNA
Reykjavíkur Apótek
Þorsteins Scheving Thorsteinsson,
hið nýja, í fyrv. húsi Natan og 01-
sens, var opnað 11. febr. siðastlið-
inn. Þegar Þorsteinn lyfsali keypti
það hús og ákvað að flytja lyfja-
búðina þangað þurfti auðvitað að
breyta þar afarmiklu. Hafa þær
breytingar allar verið gerðar af
innlendum mönnum og er þar um
vinnu að ræða, sem skiftir tugum
þúsunda í vinnulaun fyrir íslenska
iðnaðarmenn.
Teikningar gerði Sigurður Guð-
mundsson húsameistari og hafði
jafnframt eftirlit með fram-
kvæmd verksins. Múrsmíði alla
annaðist Jens Eyjólfsson bygg-
ingarmeistari, skápar, borð og
aðrir innanstokksmunir voru
gerðir á vinnustofu Þorsteins
Sigurðssonar húsgagnasmíðameist-
ara, og sýnir fyrri myndin borð og
hillur í afgreiðslusal apóteksins.
Seinni myndin sýniranddyrishurð-
irnar og útskurðarmyndir á þeim,
gerðar af Asmundi Sveinssyni
myndhöggvara.
Einar Gislason málaði, vjel-
smiðjan Hjeðinn setti upp
lyftuna, eimingartæki o. fl., er
málmsmíði við kom. Gúm á gólf
og þrep lagði Jóhannes Björnsson,
veggfóðrari, rafleiðslur Jónas Guð-
mundsson frá Raftækjaverslun
Jóns Sigurðssonar og liitaleiðslur
Ilelgi Magnússon & Co.
[ 32 ]