Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Síða 26
Stóri salurinn, sjeð í litla salinn og fatageymsluna.
Frá Vestmannaeyjum.
Seinni liluta vetrar liafa Vestmanneyingar
starfað að því, að koma skipulagi á mál sín.
Hafa þeir nú stofnað iðnaðarmannafjelag og
kosið iðnráð og er hvorttveggja tekið til starfa.
Set jeg lijer kafla úr brjefi frá formanni f jelags-
ins, Sveinbirni Gíslasyni byggingarfulltrúa, sem
mjög hefir unnið að þessum málum. Brjefið er
dags. 1. mars 1930.
„Nú hefur iðnaðarmannafjelag verið stofnað
hjer í Vestmannaeyjum og samhliða þvi sjer-
stakt iðnráð fyrir Vestmannaeyjakaupstað.
Fyrsta verk þessa iðnráðs var að hlutast til
um, hverir iðnbrjef fái af þeim iðnaðarmönn-
um, sem ekki hafa sveinsbrjef, og hjer er fjöldi
iðnaðarmanna, sem aldrei hafa gert sveins-
stykki.
Bæjarfógeti liefur þegar tjáð sig fúsan til
samvinnu um veitingu iðnhrjefanna.
Þó að tvö ár sjeu liðin síðan iðnaðarlöggjöfin
nýja gekk í gidi, þá liefur liún verið sem dauð-
ur bókstafur hjer í Vestmannaeyjum og í engu
komið til framkvæmda. Það lætur að líkum, að
víðar sje henni illa framfylgt, þar sem stjett sú,
sem hlut á að máli, iðnaðarmenn, hafa ekki
beitt sjer fyrir því, að ákvæðum þessara laga
væri fylgt.
Iðnaðarlöggjöfin mun vera til orðin fyrir til-
verknað iðnaðarmanna í Beykjavík og þeirra
manna annara, er hest liafa fylgt þeim að mál-
um. — Vera má, að iðnaðarmannafjelög úti á
landi eigi og þátt í því.
Jeg þykist vera viss um það, að þessir menn
hafi gert sjer fulla grein fyrir því, hversu lög-
unum beri að beita fyrst í stað í hæ eins og
Vestmannaeyjum; ennfremur hýst jeg við því,
að til þess hafi verið ætlast, að fult samræmi
væri á kröfum þeim, sem gerðar væru til iðn-
aðarmanna alstaðar á landinu, til þess að þeir
mætti öðlast iðnhrjef.
[ 34 ]