Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Blaðsíða 27

Tímarit iðnaðarmanna - 01.06.1930, Blaðsíða 27
T 1 M A R I T IÐNAÐARMANNA Nú fyrst eru iðnaðarmenn í Vestmannaeyjum að vakna til meðvitundar um það, að til þeirra ná lagaákvæði, sem ekki megi lengur vanrækja með öllu. — En þeir eru óneitanlega á eftir timanum og gera nú fyrst gangskör að því, sein átti að gerast i hitteðfyrra eða fyr. Eins og þjer munið, hafði komist til tals, að Iðnráði Reykjavíkur yrði falið að gera tillögur um það, hverjir iðnbrjef fengju hjer, eftir skýrslum þeim er þeir leggja fram; en að því ráði var ekki horfið. — Svo mikinn hjeraðs- metnað hafa eyjaskeggjar, að þessu máli vilja þeir sjálfir ráða til lykta. Sú mótbára hafði og við rök að styðjast, að Reykvikingar væri ekki nægilega kunnugir staðháttum hjer. — Hjer eru nokkrir menn, sem árum saman hafa unnið að skipasmíði og eru taldir sæmilega færir i sinni grein. Enginn þeirra hefir sveins- brjef og líklega hafa fæstir þeirra lært teikn- ingu. — Þó byggja þessir menn vjelbátana i Vestmannaeyjum, hvern á fætur öðrum, — helstu framleiðslutækin. Einn fremsti skipasmiðurinn var valinn í iðnráðið. Hann hefir unnið við þessa iðn hátt á annan tug ára og þykir vera hagur vel. — Nú er flest sumur svo mikið bygt, að tveir cða þrir múrarar anna ekki allri múrvinnu; en það er fyrst og fremst dýrt að fá múrara úr Reykjavik, og auk þess hafa þeir verið lítt fá- arilegir síðustu misserin. Af þessum ástæðum verður líklega erfitt að standa á móti því, að fleiri fái leyfi til þess að stunda iðn þessa, en til mála gæti komið, ef aðslaðan væri betri. Þó mætti slá þann varnagla, að þetta heyrði undir 18. gr. iðnlaganna. — I iðnaðarmannaf jelagið eru þegar gengnir 35 menn; sennilegt er, að þeir verði um fimtíu. Jeg var kosinn formaður fjelagsins, Ólafur Ólafsson járnsmiður er ritari og Magnús Rergs- son bakari er fjehirðir. Varastjórn skipa: Formaður: Raldvin Rjörns- son, gullsmiður, ritari: Haraldur Eiríksson, raf- fræðingur og fjeliirðir: Magnús Isleifsson, trje- smiður. Þessir menn, níu að tölu, eru í iðnráðinu: Magnús Isleifsson, trjesmiður, Einar Magnússon, járnsmiður, Engilbert Gíslason, málari, Raldvin Björnsson, gullsmiður, Haraldur Eiríksson, raffræðingur, Magnús Bergsson, bakari, Snorri Tómasson, skósmiður, Gunnar M. Jónsson, bátasmiður og Sveinbjörn Gíslason, múrari. Eftir er að kjósa formann iðnráðs og ritara. Fjelagssamþyktin var að mestu sniðin eftir lögum Iðnaðarmannafjelags Reykjavikur. Eyðublöð hafa verið prentuð og útbýtt meðal iðnaðarmanna undir skýrslur þeirra viðvíkjandi iðn sinni. Eftir er að vita hvort liægt verður að halda uppi námsskeiðum eftirleiðis fyrir unga iðn- aðarmenn, sem ekki hafa numið teikningu. Jeg vona, að fjelagið eigi sjer framtíð fyrir liöndum og geri sjer far um að efla fræðslu uppvaxandi iðnaðarmanna“. Sveinbjörn Gislason. Kveðja. Eftirfarandi heillaóskahrjef hefur Iðnaðar- mannafjelagi Reykjavíkur nýlega borist. Oslo, 21. juni 1930. R eykj avik Hándverkerforening, Reykjavík. Ved det islandske rikes og altings 1000 árs fest, bringer vi váre islandske frender og kol- leger en hjertelig hilsen fra den norske hánd- verkerstand. Til denne hilsen knytter vi ogsá önsket om held og fremgang i kommende tider for det islandske folk og for landets hánd- verkere i særdeleshet. Norges Hándverkerforbund. (Sign.) Arthur Berger, formann. (Sign.) Viclor Prgdz. íslenskir iðnaðarmenn þakka þessa hlýlegu kveðju og þá óvæntu hugulsemi, sem þessi frændþjóð vor ein allra hefur sýnt oss. Er það öllu meiri hugulsemi og kurteisi, en íslendingar sjálfir hafa sýnt iðnaðarmönnum við nýafstaðin hátiðahöld. Að visu var formanni Iðnráðs [ 35 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.