Fréttablaðið - 10.11.2009, Blaðsíða 6
6 10. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands
hefur staðfest gæsluvarðhalds-
úrskurð yfir Gunnari Viðari
Árnasyni sem er í haldi lögreglu,
grunaður um að hafa smyglað
rúmum sex kílóum af amfetamíni
frá Hollandi til Íslands.
Mál hans hefur verið þingfest í
Héraðsdómi Reykjaness. Gunnar
hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan
í maí en í rökstuðningi er tekið
fram að vegna almannahags-
muna og alvarleika sakar efnisins
sé nauðsynlegt að Gunnar sitji
áfram í gæsluvarðhaldi þar til
dómur gangi í máli hans.
Hann skal sæta varðhaldi til 27.
nóvember.
Hæstiréttur úrskurðar:
Meintur smygl-
ari áfram í haldi
BRETLAND Víðast hvar í heiminum
er fólk ósátt við hið frjálsa mark-
aðskerfi kapítalismans. Þetta
sést af stórri skoðanakönnun sem
breska ríkisútvarpið BBC lét gera
í 27 löndum í öllum heimsálfum.
Skoðanakönnunin náði til 29
þúsund manns. Einungis ellefu
prósent alls þessa fjölda telja
frjálsa markaðskerfið virka sem
skyldi. Einungis í Bandaríkjunum
og Pakistan telur meira en fimmt-
ungur aðspurðra að kapítalisminn
sé á réttu róli.
Um 23 prósent telja frjálsa
markaðinn svo meingallaðan að
betra væri að skipta um kerfi.
Flestir eru þessarar skoðunar í
Frakklandi, eða 43 prósent,
Víðast hvar vill meirihlutinn
að umbætur séu gerðar á mark-
aðskerfinu og að ríkisvaldið setji
markaðsviðskiptum strangari
reglur. Einungis í Tyrklandi vill
meirihluti aðspurðra draga úr
afskiptum ríkisins.
Þá er meirihluti fólks í 22 af
þessum 27 löndum eindregið
fylgjandi því að ríkisvaldið stuðli
að jafnari dreifingu auðs.
Tilefni þess að BBC réðst í
að gera þessa skoðanakönnun,
er að nú eru tuttugu ár liðin frá
því að Berlínarmúrinn féll. Þá
þótti mörgum sem hinn vestræni
kapítalismi hefði endanlega sigr-
ast á kommúnisma austantjalds-
ríkjanna.
Könnunin er hins vegar gerð
beint í kjölfarið á djúpri efnahags-
kreppu sem heimurinn er rétt að
byrja að skríða upp úr. Niðurstöð-
urnar endurspegla það væntan-
lega. Álit fólks á markaðsbúskap
hefur greinilega beðið mikinn
hnekki undanfarið ár.
Einnig var spurt um afstöðu
fólks til hruns Sovétríkjanna, sem
varð árið 1991, tæpum tveimur
árum eftir fall Berlínarmúrsins.
Athygli vekur að víða utan
Vesturlanda virðist fólk sakna
Sovétríkjanna. Í Egyptalandi
telja einungis tuttugu prósent fall
Sovétríkjanna hafa verið af hinu
góða en nærri sjö af hverjum tíu
segja það af hinu slæma. Á Ind-
landi, í Indónesíu og Kenía eru
skoðanir á hruni Sovétríkjanna
afar skiptar.
Á Vesturlöndum telur yfir-
gnæfandi meirihluti hrun Sovét-
ríkjanna hins vegar vera af hinu
góða, en í Rússlandi og Úkraínu
er fólk enn afar ósátt við hrunið.
gudsteinn@frettabladid.is
Markaðsfrelsi nýtur
takmarkaðs trausts
Einungis ellefu prósent telja frjálsa markaðskerfið virka sem skyldi, samkvæmt
skoðanakönnun BBC í 27 löndum. Víðast hvar vill meirihluti fólks meiri ríkis-
afskipti. Utan Vesturlanda er fjöldi fólks enn ósáttur við hrun Sovétríkjanna.
VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL Víðast hvar vill
almenningur strangari afskipti ríkisvalds-
ins af markaðsviðskiptum.
NORDICPHOTOS/AFP
Mikilvægar öryggisupplýsingar varðandi
tilteknar gerðir kæli-/frystiskápa
Til að tryggja notendum Gorenje-heimilistækja hámarksöryggi býður
Gorenje þeim sem keypt hafa kæli-/frystiskápa af gerð
á Íslandi að senda tölvupóst á netfangið heim@ronning.is eða að hafa
samband við Rönning í síma 562 4011 milli klukkan 9.00 og 18.00 alla
virka daga. Fyrirtækið mun senda tæknimann, viðskiptavinum þess
að kostnaðarlausu, til að kanna ástand viðkomandi vöru. Við tilteknar
kringumstæður er möguleiki að galli komi upp í einingu vörunnar og
valdi hættulegri bilun í henni.
Gerðir þar sem kanna þarf ástand vörunnar eru með raðnúmer frá
70000000 til 75200000.
Upplýsingar um gerð og raðnúmer kæli-/frystiskápa eru prentaðar á
merkiplötu innan í sjálfum kæliskápnum (á vinstri hliðinni) framan við
grænmetisskúffuna. Á myndinni hér að neðan má sjá merkiplötu með
raðnúmeri (afrit af öllum viðeigandi merkiplötum er að finna á næstu
síðu). Upplýsingar um raðnúmer og gerð vörunnar er einnig að finna í
ábyrgðarskírteininu sem fylgdi með vörunni.
Þrátt fyrir líkur á bilun séu minniháttar og hverfandi hefur Gorenje
ákveðið að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða og tryggja öryggi eigenda
ofangreindra kæli-/frystiskápa með því kynna þeim hugsanlega hættu.
Engin hætta er á að bilun nema í þeim kæli-/frystiskápum sem passa við
eftirfarandi módel og raðnúmer.
We apologize to the users for eventual inconveniences and thank you
for your understanding.
RKI-ORA-S
RKI-ORA-E
RKI-ORA-S-L
RKI-ORA-E-L
RK-ORA-S
RK-ORA-E
RK-ORA-S-L
RK-ORA-E-L
AN EXAMPLE OF A RATING PLATE
NeoStrata hú vörur
Markaðsfrelsi
0% 20 40 60 80 100
Frakkland
Mexíkó
Brasilía
Úkraína
Spánn
Rússland
Pólland
Kanada
Pakistan
Bretland
Bandaríkin
Þýskaland
Er meingallað og ann-
ars konar efnahags-
kerfi er nauðsyn
Vandamál eru til stað-
ar sem hægt er að
taka á með reglugerð-
um og endurbótum
Virkar vel og umfangs-
meira regluverk myndi
draga úr skilvirkni
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Munu Nylon-stúlkur slá í gegn í
Hollywood?
Já 22,3
Nei 77,3
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ættu stjórnvöld að endurskoða
stefnu sína gagnvart hælis-
leitendum?
Segðu skoðun þína á Vísi.is
BANDARÍKIN, AP Stjórnvöld í Virginíu
undirbúa nú aftöku Johns Allens
Muhammad, leyniskyttunnar sem
skaut Bandaríkjamönnum held-
ur betur skelk í bringu fyrir sjö
árum þegar hann fór um nágranna-
byggðir Washington-borgar og
myrti fólk úr launsátri dag eftir
dag svo vikum skipti.
„Ég held að allir hafi verið
hræddir um öryggi sitt,“ segir
Bernice Easter, 82 ára fyrr-
verandi kennslukona sem býr í
bænum Wheaton í Maryland, þar
sem Muhammad lét fyrst til skarar
skríða. „Ég þorði ekki að fara út í
garð.“
Muhammad var dæmdur fyrir að
hafa myrt tíu manns í október árið
2002, ásamt félaga sínum Lee Boyd
Malvo, sem var þá aðeins sautján
ára. Þeir óku um á bláum Chevrolet
Caprice, sem Muhammad hafði
útbúið þannig að hann gat skriðið
aftur í skottið og skotið út um gat
þaðan.
Morðin voru framin á þriggja
vikna tímabili í október árið 2002.
Svo virðist sem Muhammad hafi
ætlað sér að ljúka morðunum með
því að myrða fyrrverandi eigin-
konu sína, Mildred Muhammad, í
þeirri von að geta síðan fengið for-
ræði þriggja barna þeirra.
Í september síðastliðnum ákvað
dómari í Virginíu að aftakan færi
fram í dag. Malvo hlaut lífstíðar
fangelsisdóm fyrir sinn hlut að
morðunum. - gb
Leyniskyttan sem myrti tíu manns í Washington og nágrenni fyrir sjö árum:
Verður tekinn af lífi í dag
DAUÐADÓMUR KVEÐINN UPP John Allen
Muhammad stóð svipbrigðalaus þegar
dómari las úrskurð sinn um dauðadóm í
mars árið 2004. NORDICPHOTOS/AFP
LÖGREGLUMÁL „Það eru allir jafn
hissa á þessu, bæði lögreglan og
tryggingarnar,“ segir Auðunn
Þorgeirsson, eigandi rauðs pall-
bíls sem stolið var á Grandagarði
á föstudagsmorguninn var.
Auðunn hafði komið fyrir stýris-
húsi af trillu og tveimur fiski-
körum á gamla pall bílinn sinn
þegar bílnum var stolið fyrir
framan nefið á honum. „Ég þurfti
að skjótast inn í gám til að ná í
málningarfötu. Þegar ég kom út
úr honum aftur sá ég bara bílinn
hverfa út af svæðinu og burt. Þetta
var alveg stórfurðulegt,“ segir
Auðunn en klukkan var korter yfir
níu þegar þetta gerðist.
Verst segir Auðunn vera að á
pallbílnum hafi verið stýrishús
úr áli sem sé af trillu sem hálf-
áttræður maður hafi verið búinn
að biðja hann að flytja í viðgerð
suður í Hafnarfjörð. „Þetta er
tilfinnanlegast fyrir gamla mann-
inn því trillan er hans líf og yndi,“
segir Auðunn, sem kveðst vonast
eftir því að almenningur geti
aðstoðað við að hafa upp á bílnum
– og stýrishúsinu. - gar
Bíræfinn sendibílaþjófnaður af Grandagarði fyrir helgi óupplýstur:
Hvarf með stýrishúsi af trillu
HORFINN Rauði Mazda 2200 pallbíllinn sem stolið var ber einkennisstafina II 237.
Hér er bílinn með árabát á pallinum.
KJÖRKASSINN