Fréttablaðið - 10.11.2009, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 10.11.2009, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 10. nóvember 2009 11 DANMÖRK Hið sögufræga Tívolí í Kaupmannahöfn hefur ákveðið að skipta út drykkjarvörum frá Carlsberg og taka inn Royal Uni- brew í staðinn. Sem kunnugt er af fréttum eru Stoðir stærsti hlut- hafinn í Royal Unibrew og saman eiga Stoðir og Straumur rúmlega tuttugu prósenta hlut í þessum næst stærstu bruggverksmiðjum Danmerkur. Breytingin tekur gildi frá og með áramótum og segir í frétt um málið á borsen.dk að í framtíðinni verði gestum í Tívolí boðið upp á Royal- bjórtegundir, Pepsi, Faxe Kondi, Heineken, Nikoline og Egekilde. Samningurinn er til fimm ára. Lars Liebst, forstjóri Tívolí, segist ánægður með þessi skipti. Samtímis verður Royal Unibrew kostunaraðili fyrir tónleikaröðina Fredagsrock en þar er um tuttugu tónleika að ræða á hverju ári og samtals sækir um hálf milljón gesta hana. „Tívolí er eitt sterkasta vöru- merki Danmerkur og þetta er því samstarf sem við erum mjög stolt af,“ segir Hans Savonije, forstjóri Norður-Evrópudeildar Royal Uni- brew, í samtali við borsen.dk. „Þetta gefur okkur einstakt tæki- færi til að styrkja markaðsstöðu okkar á Kaupmannahafnarsvæð- inu.“ Viðskipti í Kaupmannahöfn: Royal Unibrew semur við Tívolíið VIÐSKIPTI Greining SEB-bankans í Svíþjóð mælir með því við fjárfesta að kaupa krónur á aflandsmarkaði. Verðmæti þeirra muni aukast fram á mitt næsta ár. Jafnframt gerir bankinn ráð fyrir að gjaldeyrishöftunum verði aflétt fyrr en áður var talið, gangi þessi spá um þróun krónunnar eftir. Í nýju áliti greiningardeildar bankans segir að kauptækifæri séu í krónunni miðað við núverandi aflandsgengi, sem sé í kringum 210 krónur fyrir evruna. Greining SEB spáir því að aflandsgengið og skráð gengi hér innanlands muni mætast á næsta ári í 185 krónum fyrir evruna á fyrsta ársfjórðungi. Gengið styrkist síðan áfram og verði komið í 160 krónur fyrir evruna á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Fram kemur að erlendar krónueignir séu nú taldar nema um 4 milljörðum dollara eða tæp- lega 500 milljörðum króna. Erfitt sé að sjá sam- kvæmt viðskiptum á aflandsmarkaðinum hve miklu af þeirri upphæð hafi verið breytt í lang- tímasjóði. „Hins vegar benda samræður okkar við fjár- festa, sem læstir eru inni á markaðinum, að enginn ótti sé til staðar. Margir þeirra hafi orðið fyrir miklu gengistapi og telji að krónan sé vanmetin,“ segir greiningin í áliti sínu. Það er því niðurstaða greiningarinnar að enginn flótti erlendra fjárfesta sé fram undan þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt frekar en nú er, svo framarlega sem önnur efnahags- þróun á Íslandi verði á jákvæðu nótunum. SEB-bankinn í Svíþjóð gerir ráð fyrir að gjaldeyrishöftum verði aflétt fyrr: Mælir með krónukaupum á aflandsmarkaði KRÓNUR Greining SEB-bankans í Svíþjóð mælir með því við fjárfesta að kaupa krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FJÖLMIÐLAR Evrópunefnd stækk- unarmála á vegum framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins hefur nú í þriðja sinn boðað til verðlauna- samkeppni fyrir unga fréttamenn (EYJA 2010). „EYJA 2010 skorar á fjölmiðla- fólk og fjölmiðlafræðinema á aldrinum 17 til 35 ára til að fjalla um stækkunarferli ESB frá nýju sjónarhorni sem hvetur fólk til umhugsunar,“ segir í tilkynningu. Keppnin stendur frá 20. október 2009 til 28. febrúar 2010. Verð- launahöfum verður svo boðið í menningarferð til Istanbúl vorið 2010. Nánari upplýsingar má finna á www.eujournalist-award.eu. - óká Fréttasamkeppni ungs fólks: Leitað frétta af stækkun ESB Þú færð Cooper dekkin hjá Hjólbarðaþjónustu N1 fyrir jeppa og jepplinga Vinsælustu dekkin Sex vinir alveg óháð kerfi Bestu vinir þínir eru bestu vinir þínir og Síminn elskar alla jafnt. Í Sex vinir óháð kerfi hjá Símanum velurðu þér sex vini hjá hvaða farsímafyrirtæki sem er og sendir þeim SMS eða hringir í þá fyrir núll krónur.* Skráðu þína sex vini á siminn.is, í næstu verslun Símans eða í síma 800 7000. 800 7000 • siminn.is Það er Sími Internet Sjónvarp * Mánaðarverð 1.990 kr. og upphafsgjald 5,90 kr. Þú hringir og sendir SMS á vini þína fyrir 0 kr., 1.000 mín. / 500 SMS á mánuði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.