Fréttablaðið - 10.11.2009, Blaðsíða 8
8 10. nóvember 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1 Hver var efstur í prófkjöri
sjálfstæðismanna á Seltjarnar-
nesi á laugardag?
2 Hve marga veiðidaga hefur
Reykjavíkurborg til ráðstöfunar
í Elliðaánum ár hvert?
3 Hver syngur lag Bubba
Morthens og Óskars Páls
Sveinssonar í Evróvisjón?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26
UPPLÝSINGATÆKNI Sveitarfélagið
Rødovre, eitt úthverfa Kaup-
mannahafnar í Danmörku,
er það fyrsta í landinu til að
afleggja notkun á hugbúnaði
Microsoft. Í staðinn er notast
við opinn hugbúnað, en hann er
ókeypis.
Haft er eftir upplýsinga-
tæknistjóra Rødovre í vefút-
gáfu Berlingske Tidende að með
þessu sparist ekki bara mikil
leyfisútgjöld, heldur fáist betri
búnaður.
Ákvörðuninni hafi hins vegar
verið haldið leyndri af ótta við
viðbrögð hugbúnaðarrisans.
Skorið var á tengslin við
Micro soft í gær.
Verið er að setja upp ókeypis
skrifstofuhugbúnað á tölvum
um 700 starfsmanna sveitar-
félagsins. - óká
Rødovre í Kaupmannahöfn:
Hætta að nota
Microsoft-búnað
HEILBRIGÐISMÁL Ungbarnadauði
var hvergi í heiminum fátíðari en
á Íslandi árið 2007.
Í Landshögum 2009, hagtölu-
árbók Hagstofu Íslands, kemur
fram að af hverjum þúsund börn-
um sem fæddust árið 2007 létust
1,5.
Í Evrópu var ungbarnadauði
algengastur í Tyrklandi. Af
hverjum þúsund börnum sem
fæddust þar létust 16,7.
Af Evrópulöndunum voru
fæddir umfram dána næstflestir
á Íslandi árið 2007 eða 0,84 pró-
sent. Þetta hlutfall var hæst á
Írlandi eða 0,98 prósent.
Landshagir 2009, sem komu
út í gær, er lykilrit um opinbera
hagskýrslugerð á Íslandi. Þar er
að finna yfirlit tölulegra upplýs-
inga um flesta þætti efnahags- og
félagsmála. - th
Landshagir 2009:
Ungbarnadauði
fátíður á Íslandi
STJÓRNMÁL „Við viljum fá skýring-
ar á því hvernig það atvikaðist að
átta milljónir króna voru dregnar
af greiðslukorti Knattspyrnusam-
bandsins á nektardansstað í Sviss,“
segir Katrín Jakobsdóttir mennta-
málaráðherra.
Íþróttasambandi Íslands (ÍSÍ)
og Knattspyrnusambandi Íslands
(KSÍ) var í gær sent bréf frá
menntamálaráðuneytinu vegna
máls fjármálastjóra KSÍ sem fyrir
fimm árum heimsótti nektardans-
stað í Zürich og fékk greiðslu-
kortareikning upp á margar millj-
ónir króna á sitt eigið greiðslukort
og kort KSÍ. Fjármálastjórinn
höfðaði mál ytra vegna þessarar
uppá komu og fékk nokkurn hluta
fjárins endur greiddan en sat þó
engu síður uppi með milljóna
reikning.
Ef marka má Geir Þorsteinsson,
formann KSÍ, var fjármálastjór-
inn fórnarlamb svikahrappa.
Menntamálaráðherra seg-
ist sem yfirmaður íþrótta-
mála í landinu vilja nánari
skýringar.
„Við óskum eftir skýr-
ingum í ljósi þess að
þetta eru samtök sem
við erum að styrkja
með opinberu fé og
hafa mikið uppeldis-
og fyrirmyndar-
gildi,“ segir Katrín,
sem telur málið ekki
koma vel út fyrir
KSÍ. „Það er ákveðinn
munur á því sem fólk gerir sem
prívatpersónur eða á vegum sam-
taka sem eru í æskulýðsstarfi og
snerta þannig mörg heimili og fjöl-
skyldur. Það hlýtur að vera kapps-
mál KSÍ að starf þess sé allt til
fyrirmyndar.“
Geir Þorsteinsson sagði
í Kastljósi í gær að málið
hefði skaðað KSÍ og að
stjórn sambandsins myndi
ræða það að nýju á næsta
stjórnarfundi. - gar
Menntamálaráðherra segir KSÍ eiga að vera til fyrirmyndar og vill skýringar:
Hvernig fóru átta milljónir af
korti KSÍ á nektarstað í Sviss?
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR
Munur er á því sem fólk gerir
sem prívatpersónur eða á
vegum samtaka í æskulýðs-
starfi.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEGAGERÐ Ekkert útboð er auglýst í
nýjustu Framkvæmdafréttum Vega-
gerðarinnar og engin útboð eru
fyrir huguð á næstunni. Samtök iðn-
aðarins vekja athygli á þessu í frétt
á heimasíðu sinni og segja þessa
staðreynd gefa ógnvekjandi mynd
af ástandi á verktakamarkaði.
Þar segir að vegagerð hafi verið
skorin niður um 7,5 milljarða á
árinu og engu fjármagni verði
varið til nýrra verkefna á næsta
ári fyrir utan þau sem þegar eru
komin af stað. Vitnað er til þess að
2.200 manns í mannvirkjageiran-
um séu án atvinnu og þeim hljóti
að fjölga hratt þar sem ekkert sé
fram undan. - bþs
Engin útboð í vegagerð:
Ógnvekjandi
mynd af ástandi
VIÐSKIPTI „Þótt upphæð skulda-
bréfsins sé vissulega há þá er
ekki víst að misræmið sé óeðli-
legt. Krafan getur legið undir
öðrum liðum í bókhaldi bank-
ans. Við höfum því fengið endur-
skoðendafyrirtækið Deloitte til
að rannsaka málið,” segir Árni
Tómasson, formaður skilanefnd-
ar Glitnis.
Á fundi kröfuhafa í síðustu viku
kom upp að skuldabréfakrafa upp
á um 140 milljarða króna, sem
skilað var í búið, hefði ekki verið
bókfærð.
Glitnir gaf skuldabréfaflokk-
inn út á fyrri hluta síðasta árs.
Hvorki er vitað hvað varð um
skuldabréfaflokkinn né hver eigi
hann í dag.
Skuldir Glitnis nema 2.500
milljörðum króna og jafngildir
krafan því að fimm prósent bæt-
ist við núverandi upphæð.
Breska dagblaðið Telegraph
sagði í gær kröfuna hafa komið
frá Royal Bank of Scotland og
þefi rannsóknarfyrirtækið Kroll
uppi slóð skuldabréfanna.
Árni segir þetta alrangt og
jaðra við skáldskap. Krafan hafi
komið inn á borð skilanefndar frá
erlendum aðila sem haldi utan
um rafræna skráningu skulda-
bréfa. Krafan hafi ekki passað við
skuldalista Glitnis og því ákveðið
að kanna málið. Nokkrar ástæður
kunni að vera fyrir misræminu.
Þar sem skuldabréfaflokkurinn
hafi ekki selst kunni upphæðin að
liggja undir öðrum lið í bókhaldi
Glitnis. Málið er í skoðun og nið-
urstöðu að vænta fyrir vikulokin,
að sögn Árna. - jab
140 milljarða króna „týnd“ krafa á Glitni kann að eiga sér eðlilegar skýringar:
Bretar sagðir skálda fréttir
ÁRNI TÓMASSON
Hann segir ekki
víst að misræmið
sé óeðlilegt þótt
upphæð skulda-
bréfsins sé há.
VEISTU SVARIÐ?