Fréttablaðið - 10.11.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 10.11.2009, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 10. nóvember 2009 19 TÓNLIST Skólahljómsveit Kópavogs á sér langan feril og merka sögu. MYND/SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓPAVOGS Poppað í Garðabæ Skólahljómsveit Kópavogs heldur sína árlegu hausttón- leika á morgun kl. 20 í sal Fjölbrautaskólans í Garða- bæ. Fram koma um 130 ungir hljóðfæraleikarar sem skipt er í þrjár hljómsveitir eftir aldri og getu, enda er Skóla- hljómsveit Kópavogs ein fjöl- mennasta ungmennahljóm- sveit landsins. Þema tónleikanna verður popp- og danstónlist, en það er sjálfsagt ekki á hverjum degi sem íslenskar blásarasveit- ir taka heila tónleika undir poppmúsík. Lögin sem flutt verða koma úr ýmsum áttum, bæði innlend og erlend, nýleg og gömul. Michael Jackson verður að sjálfsögðu heiðraður með nokkrum af hans þekkt- ustu smellum, lög úr smiðju Coldplay og Earth, Wind & Fire verða í stóru hlutverki og íslensk lög á borð við Þú komst við hjartað í mér, Jung- le Drum og Eurovision-lagið Is It True? munu hljóma í flutningi unga fólksins. Marg- ar útsetninganna eru nýjar af nálinni og sumar þeirra hafa aldrei verið fluttar áður á tón- leikum. Hefð er fyrir því hjá Skóla- hljómsveit Kópavogs að vinna út frá ákveðnu þema að hausti og halda uppskerutónleika með efninu í byrjun nóvem- ber. Þá koma sveitirnar þrjár fram og sýna hverju þær hafa unnið að fyrri part vetrar. Tvær eldri sveitirnar hafa farið í æfingabúðir yfir helgi til að ná sem bestum tökum á poppinu og verður spennandi að sjá afraksturinn á tónleik- unum. Þótt Skólahljómsveit Kópa- vogs sé orðin rúmlega fjöru- tíu ára gömul sýnir hún engin ellimerki og tekur popp- og danslögin sterkum tökum. Endurnýjun hljómsveitanna er líka jöfn og góð og á hverju ári sækir stór hópur barna um að komast að hjá hljómsveitinni, en hljóðfæraleikarar eru á aldrinum níu til sautján ára. Aðgangur að tónleikunum er öllum opinn og miðaverði vel í hóf stillt. Stjórnandi Skólahljómsveitar Kópavogs er Össur Geirsson. - pbb Hvað gerir Evrópusambandið til að vinna bug á atvinnuleysi? How We Fight Unemployment in the European Union Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og fastanefnd fram kvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg boða til fundar með Vladimír Špidla, framkvæmdastjóra Evrópu sambands ins í atvinnu-, félags- og jafnréttismálum. Hádegisfundur í fundarsal Þjóðminjasafnsins, miðvikudaginn 11. nóvember frá kl. 12.00 til 13.00 Špidla mun fjalla um aðgerðir Evrópusambandsins í atvinnumálum og hvaða úrræði sambandið beitir í baráttunni gegn atvinnuleysi. Fundarstjóri: Steinunn Halldórsdóttir, verkefnisstjóri á skrifstofu ráðherra félags- og tryggingamála. The Institute of International Affairs and the EC Delegation to Iceland and Norway are hosting a lunch meeting with Vladimír Špidla, the EU Commissioner for Employment, Social Affairs and Equal Opportunities, on Wednesday 11 November from 12-13. The meeting will take place at the Icelandic National Museum´s lecture hall. Špidla will discuss the EU´s policies on employment and how the EU is fighting unemployment. Steinunn Halldórsdóttir, Project Manager at the Office of the Minister of Social Affairs and Social Security, will chair the meeting. Fundurinn fer fram á ensku og er öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar. FASTANEFND FRAMKVÆMDASTJÓRNAR ESB FYRIR ÍSLAND OG NOREG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.