Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Síða 8

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Síða 8
T I M A R I T IÐNAÐARMANNA Yfirlit yfir árið 1930. Sem betur fer, er lítið annað en gott um það ár að segja, frá sjónarmiði iðnaðarstarfsemi á Islandi. Hefði það og ekki látið að líkindum, ef ekki hefði verið nóg að starfa fyrir iðnaðar- menn við allan þann undirbúning og umbúnað, sem hátíðahöldin höfðu i för með sjer, og svo þau mannvirki, sem byrjað var á en ekki lokið fyirr liátíðina. Góðæri liafa verið undanfarin 3 ár og þessvegna talsvert fje fyrir hendi til framkvæmda, að minsta kosti fram á siðari lduta hins liðna árs. Löggjafarmál. Hin einu lög, er iðnað varða og sett voru á Alþingi 1930, eru lög um rafmagnsdeild við Vjelstjóraskólann í Reykjavík. Er hún að vísu fyrst og fremst ætluð vjelstjórum, en rafvirkj- um og rafvjelavirkjum gefst þar einnig kostur framhaldsnáms og fullkomnunar í iðn sinni. Tvær reglugerðir, er snerta iðnað voru gefnar út á árinu, er önnur bráðabirgðareglugerð um eftirlit með raforkuvirkjum, en liin reglugerð \im sölu áfengis til verldegra nota. Er livorug veigamikil um áhrif á atvinnu við iðnað, og verða því ekki ræddar hjer. Iðnráðið fjekk fluttar flestar tillögur sinar um breytingar á lögum um iðju og iðnað, og voru flutningsmenn þeir Magnús Jónsson pró- fessor og Ásgeir Ásgeirsson, en ekki náðu náðu þær þó fram að ganga i það sinn. Einnig sendi Iðnráð Reykjavikur Alþingi athugasemd- ir og breytingatillögur við frumvarp til laga um verðtoll, sem lá fyrir þinginu, og voru margar þeirra teknar til greina, en frumvarpið náði ekki samþylcki á þinginu. Fjelagsmál. Fjelagslif meðal iðnaðarmanna var svipað þetta ár og undanfarið. Sjerfjelögin liafa starf- að af fjöri og ný risið upp í Reykjavík, t. d. fyrir pjátrara og seglasaumara. Iðnaðarmanna- fjelög út um land hafa einnig átt góðu gengi að fagna, einkum i Hafnarfirði, og má það mest þakka hinni ötulu stjórn þess fjelags. Er vón- andi að áhuginn lialdist og fjörgi frá sjer i all- ar áttir. Atvinnumál. Óhætt mun að fullyrða að allir iðnlærðir menn liafi liaft fulla atvinnu frá ársbyrjun og fram á liaust. Bæði var það, að hátíðahöldin þurftu mikinn vinnukraft, útgerðin var í full- um gangi, Iiúsagerð mikil og mikið unnið fyr- ir opinhert f je, og svo það, að efnaliagur manna stóð enn i blóma og kaupgeta mikil, og var þvi einnig látið vinna á öðrum sviðum iðnaðar með mesta móti. 1 Reykjavík einni voru bygð um 150 hús fyrir ca. 6 milj. kr., þar á meðal Landsímahúsið, Sundhöllin, kjallari þjóðleik- húss og lokið við smíði Arnarhvols, Elliheimil- isins, Landspítalans, Mjólkurfjelagshússins o. fl. í Hafnarfirði 23 ný ibúðarliús, 10 steinhús og 13 timburhús, samtals um 10000 rúmmetra; 1 þurkhús 2900 m3, 1 vjelsmiðja og 1 skrif- stofuhús fyrir bæinn. Er það elsta hús Hafn- arfjarðarbæjar, bygt seint á 18. öld, sem nú var endurbygt og breytt í skrifstofur. Ennfremur var bygð þar liafskipabryggja, 12 m. breið, 100 m. löng og með 90 m. haus. Á henni eru tveir rafknúðar lyftivjelar (kranar) 1 J/í> tons. Hefur hryggjan kostað um 200000 kr. með öllum út- búnaði. Verð bygðra húsa mun vera kringum kr. 350—400 þús. Á Akureyri var á þessu ári lokið við Barna- skólann, Smjörlíkisgerð Kaupfjelags Eyfirð- inga og einnig liið miklu verslunarhús þess, sem hafa kostað fleiri hundruð þúsund. Á ísa- firði var einnig reyst stórliýsi fyrir kaupfjelag- ið þar. Á báðum stöðunum mun töluvert hafa verið bygt þar fyrir utan, og eins i öðrum kaupstöðum og kauptúnum landsins, en ekki hefir tekist að fá skýrslu um það. í sveitum landsins hefir verið bygt fyrir lán frá Búnaðarbankanum, að upphæð 776200 Itr., og er tala lánanna 162. Á fjárlögum var veitt til brúagerða kr. 200,000 auk smærri brúa, sem gerðar eru fyrir fje vegagerðar. Til símalagninga ............... — 400,000 Til bryggju og lendingabóta..... 45,000 Til Landspítalabyggingar ....... 100,000 Til skólabygginga og viðgerða á skólahúsum ................... — 85,000 [ 2 ] Alls kr. 830,000

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.