Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Side 12
TÍMARIT IÐNAÐARMANNA
IV.
Vorið 1928 tók meistari einn lijer í bæ lærl-
ing, sem var hjá lionum í 2 ár, en fór síðan
Inirtu í leyfisleisi og án þess að slíta samning
á formlegan liált. Meistarinn gerði nú ekki ráð-
stafanir til þess, lögum samkvæmt, að fá liann
fluttan heim til sin aftur. Nokkru seinna byrj-
ar nemandinn að vinna hjá öðrum meistara
fyrir verkamannakaup, án samnings og án þess
að teljast nemandi. Út af þessu bað Iðnráðið, að
tilhlutun fyrri meistara piltsins, lögreglustjóra
að skera úr eftirfarandi atriðum:
1. Ber að líta svo á, að námssamningi sje lög-
lega slitið saxnkv. 19. gr. iðnaðarnámslag-
anna, og liægt sje að taka nemandann til
kenslu annarsstaðar eða nota aðstoð hans
í sömu iðn, þótt lærimeistari liafi ekki gerl
ráðstafanir samkv. 13. gr. og námssamn-
ingur sje orðinn ógildur sanxkv. 14. gr. ?
2. Hefur maður, sem hyrjar nánx samkvæmt
núgildandi lögum, en hleypur frá því á
miðjum námstíma, rjett til iðnhrjefs, nema
því aðeins, að liann á löglegaix hátt ljúki
náminu?
Þessari fyrirspurn svaraði lögreglustjóri
þanníg:
„Reykjavík 14. nóv. 1930.
Hefi mótlckið hrjef Iðnráðs Reykjavíkur
dags. 11. þ. m. ásamt einu fylgiskjali.
í lxrjefi þessu spyrst Iðnráðið fyrir um það:
1. Ber að lita svo á að námssámningi sje lög-
lega slitið samkv. 15). gr. iðnaðarnámslag-
anna, og hægl sje að taka nemandann til
kenslu annarsstaðar eða nota aðstoð lians í
sömu iðn, þótt lærimeistari hafi ekki gert
ráðstafanir samkv. 13. gr. og námssamning-
ur sje orðinn ógildur samkv. 14. gr. ?
Jeg lít svo á að um leið og samningur er ó-
gildur samkv. 14. gr. vei'ði að telja honum að
fullu slitið, — „Löglega slitið“. 19. gr. verður
að skilja þannig að verkanir samningsins sem
slíks sieu fallnar niður að lögum. Það er því
heimilt að taka nemendann til kenslu ann-
arstaðai'. Hitt er annað mál að þetta verður
nemandanuni dýrt, að hlaupa burt að ástæðu-
lausu, því samkv. 21. gr. er hann skaðahóta-
skyldur og samkv- 6- gr. reiknast ekki sá tími
til námstíma, er hann hefir verið lijá hinum
fyrri meistara.
2. Hefur maður, sem byrjar nánx samkv. nú-
gildandi lögum en hleypur frá jxvi á miðj-
um námstíma, rjett til iðnbrjefs, nema því
aðeins að hann á löglegan liátt Ijúki nám-
inu?
Nei, — liann verður að fitja upp alveg að
nýju — námstími lians reiknast frá þeim tíma
að hann hefir gert skriflegan samning að nýju.
Hermann Jónasson.
Til
Iðnráðs Reykjavíkur.“
Fáni Iðnaðarmannafjelags
Akureyrar.
I kringum 1920 fór Iðnaðarmannafjelag Alc-
ureyrar fyrst að finna til þess, að þáverandi
fáni þess var farinn að verða gamall og úr-
eltur. Var þá l'arið að tala um að koma upp
nýjum fána, úr silki, með haganlegri stöng, til
að hei'a hann á. Málið sti'andaði þó á kostnað-
inum við svo dýran fána og drógst þvi um
[ (5 ]