Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Page 16

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Page 16
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA sig á alla lund, því að það sje hvorttveggja að þá kali þá siður og hitt annað að þeir finni þá þegar ef þá kali og geti þá þegar gert við því. En ekki með snjó, heldnr með því að strjúka volgri hendinni um hlettinn og þýða hann þannig jafnóðum. Vilji höndin kólna um of á þessu (ef það er oft gert) þá eigi að velgja hana í barmi sjer og stinga henni þurri í vetlinginn. „Mývatnshetta“ svokölluð væri sennilega hentasti höfuðbún- aðurinn, en þó má fitin ekki vera of þröng á kinnbeinunum). Hann telur það staka ó- heppni og ólag að láta sig kala á liöndum eða fótum, og segir að alt sje komið undir búningnum. Eskimóar hafi skinnsokka úr hreindýrastökum og skó úr sama efni: loðn- unni snúið inn í ilinni, en ýmist út eða inn um legginn, og þetta sje bæði hlýtt og létt. Hjer á landi hefir menn stundum kalið á fótum (einkum tám) af því að þeir hafa haft leðurskó, sem frjósa í stokk að fætinum, svo að blóðrásin teppist. Það er gott ráð að grafa sig i fönn ef það er gjört nógu snemma, áður en maður er orðinn örmagna af þreytu og hungri. Vitaskuld verður því ekki ætið við komið að byggja snjóhús: skófla ekki til, og fönnin svo laus stundum að ekki er hægt að fá hnausa. En það er mikið betra en ekkert að búa sjer til holu inn í snjóskafl, undan veðrinu, og það jafnvel þó ekki sé hægt að byrgja dyrnar, — Það fennir líka i þær smátt og smátt. — 1 þessari liolu má þá setj- ast eða leggjast fyrir, og jafnvel sofna sjer dúr; engin hætta á að maður helfrjósi ef maður er ekki áður sleinuppgefinn og ban- hungraður. Ef maður hefir með sér nestis- bita er sjálfsagt að gera sér gott af því og eiga þó lielzt eitthvað eftir til þess að hressa sig á þegar maður vaknar. Versti gallinn er að snjórinn þiðnar undir manni og maður vöknar. Þessa gætir síður hjá Eskimóum, því að þeir eru í skinnfeldum. Vilhj. Stefánsson telur enga hættu á að menn sofni „svefnin- um langa“ þó menn sofni sjer dúr þegar svona er ástatt, ef menn eru ekki örþreyttir og aðframkomnir af hungri áður en þeir leggj- ast fyrir. „Eskimói sest fyrir strax og hann veit ekki vegar síns, leitar sér að einhverju afdrepi eða skjóli, ef hann getur fengið það, finnur sér stein, sópar af honum fönnina og sezt svo á hann, snýr bakinu i veðrið, hniprar sig saman og sofnar gjarna fram á hendur sínar ef svo ber undir, en vaknar við kuld- ann, stendur þá upp og ber sér, sezt svo aft- ur stund og stund, en leggur ekki á stað fyr en upp styttir svo að hann sjái vegar síns. Hann grefur sig i fönn eða gerir sér eitthvað skýli ef hann getur, en ef þess er enginn kost- ur, sezt hann fyrir eins og áður var sagt“. (Vilhjálmur Stefánsson: My life with the Eskimo, bls. 75—79 og hls. 153—156). Eilthvað gott gætum við kannske lært af þessu, þó ekki sje að öllu jafnt á komið fyr- ir okkur og Eskimóum. Veldur þar mestu um klæðnaðurinn, fæðan (meiri fita hjá Eskimó- um, en það er sama sem meira eldsneyti i kroppnum) og svo það, að á ísbreiðunni miklu má heita að alt sje ein fannbreiða eða is- eyðimörk og víða ekkert leiðarmerki, svo að það verður skiljanlegt að Eskimói vill ekki hætta sjer út í óvissu. Hjer á landi eru víðast einhver kennileyti, fjallaskörð, hnúkar, klett- ar, gilharmar, dalverpi, sem við erum að kepp- ast við að ná og höldum því oft of lengi á- fram viltir vegar, verðum örþrota og upp- gefnir, og þá á kuldinn hægt með að nísta okkur í sínar helgreipar, þegar mótstöðuaflið er ekkert orðið. Oft hefir líka orðið liftjón hjer á landi af því að menn liafa gengið fram af hömrum og hrapað til bana eða slasast svo að ekki eru sjálfbjarða og verða fyrir það dauðanum að hráð. Sem betur fer koma slys þessi æ sjaldnar og sjaldnar fyrir (símastaurar, vörður) og þau ættu lielst að verða sem allra fæst. Meðferð á kali: Kalinn likamshluta á að þýða upp með köldu vatni, þar til alt frost er úr, og limurinn orðinn mjúkur og sveigj- anlegur: strjúka þá um holdið, með liægð fyrst, ætíð á leið til hjartans, og smáherða svo á strokunum, vel upp fyrir takmörk þess, sem kalið var og þess sem var óskaddað; færist þá smámsaman líf i það scm frosið var. Allt er um að gera að frostið fari úr smámsaman. Það [ 10 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.