Tímarit iðnaðarmanna


Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Qupperneq 17

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1931, Qupperneq 17
T 1 M A R I T IÐNAÐARMANNA er gott að bera einhverja feiti (bruna-olíu, bór- salve, vaselín, olíu, smjör) á það sem kalið er, þegar það er þiðnað, og verða þá lika strokurnar liðlegri og sársaukinn minni eftir á, einkum ef bundið er um líka, til þess að útiloka loftið, þvi að það veldur mestum sárs- aukanum, eins og við bruna. Stundum hefir ekki kalið nema rjett bláskinnið (oft á úlnliðum, þar sem mætast ermar og vetlingar, og á eyr- um, nefi og kinnbeini). Slíkt kal batnar vana- lega fljótt; liúðin flagnar af án þess að sár komi undir, nýja skinnið skapast jafnóðum. Annars er gerður sami greinarmunur á kali og bruna, og talin 3 stig: 1. stig ef húðin er kal- in. Hún er þá blárauð (bláæðar úttútnaðar) kölcl og tilfinningarlaus. Aðgerð: liúðin þýdd, borin feiti á og bundið um. Ef svona lcal kem- ur oft á sama stað keinur það sem kallað er kuldabólga, sem kemur oftast fyrir á börn- um og kvenfólki, einkum ef það er eittlivað veiklað (oft berkla-einkenni). 2. stig af kali: Blöðrur hlaupa upp eftir skemri eða lengri tíma, oft eftir nokkra daga. Þessar blöðrur eru aldrei eins spentar og brunablöðrur, og eru oft fullar af gulleitum gruggugum vökva. Eorin feiti á og bundið um. 3. stig: frostið hefir lieltekið einhvern lí- kamspart, hann er helfrosinn, dauður. Hann þornar upp, verður svartur (kolbrandur). — Búið um með venjulegum sáraumbúðum, sjúklingnum komið til læknis. — Þess skal getið að sje kal þýtt upp hastar- lega (t. d. með heitu vatni) getur komið kol- brandur í það sem kalið var, þó ekki sje nema 1. eða 2. stig af kali. — Iðnmálin eru nú loks farin að komast á dagskrá þjóðar- innar. Stjórnmálaflokkarnir eru loks farnir að sjá, að iðnaður og iðnaðarmenn eiga lilveru- rjett í landinu, og lilusta örlítið eftir kröfum þeim, sem þeir óhjákvæmilega verða að gera. Hafa landsfundir flokkanna tekið þess mál til umræðu og gert þar eftirfarandi álykanir: I. Á verkalýðsráðstefnunni i Reykjavik i nóv. var samþykt svo hljóðandi tillaga: „Krefjast skal: 1. styttri námstíma fyrir iðn- nema, 2. að skólatími sje innifalin í vinnutím- anum, 3. að iðnin sje raunverulega kend nem- unum, en þeir ekki aðallega notaðir sem ódýrt vinnuafl, 4. að kaupgjald þeirra hækki. Einkasamningar milli meistara og iðnnema sjeu afnumdir, en i stað þeirra komi samningar verkalýðsf j elaganna. Yerkalýðsfjelögin sjái um, að kaupið sje greitt í peningum vikulega“. Á sambandsþingi Alþýðusambandsins nokkr- um dögum seinna var sama tillagan samþykt með lítið breytu orðalagi. Þó var fyrsti liðurinn feldur niður. II. Á landsfundi Sjálfstæðismanna í febr. i vet- ur voru samþyktar eftirfarandi tillögur: „Landsfundur Sjálfstæðismanna lítur svo á, að fjárbagsleg afkoma íslensku þjóðarinnar verði aldrei trygg, ef framleiðsla hennar hvílir mestmegnis á tveimur atvinnuvegum, og þar eð livorttveggja er, að þörfin fyrir allskonar iðnvörur hefir aukist með ári liverju og eins lútt, að mikið af framleiðslu sjávarútvegs og landbúnaðar er nú selt út úr landinu sem óunn- ið hráefni fyrir lítið verð, þá skorar fundurinn á miðstjórn flokksins og þingmenn að beita sjer fyrir því, að Alþingi Islendinga geri ítar- legar og alvarlegar ráðstafanir til eflingar inn- lendum iðnaði og iðju. Einkum og sjerílagi leggur fundurinn á- herslu á, 1. Að í fundarsköp Alþingis verði tekið upp ákvæði um sjerstakar fastanefndir i iðnað- armálum i báðum deildum. 2. Að leiðrjett sje nú þegar það misræmi, sem er á nokkrum stöðum í tollalöggjöfinni, að efnivörur til innlends iðnaðar eru tollaðar liærra en tilsvarandi iðnaðarmunir tilbúnir og innfluttir frá útlöndum. 3. Að gerðar verði sjerstakar ráðstafanir til þess að greiða fyrir fjármálaviðskiftum [ 11 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.