Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Síða 18

Tímarit iðnaðarmanna - 01.03.1933, Síða 18
T í M A R I T IÐNAÐARMANNA úr vikri til einangrunar útveggja og steypulofta. Útveggir hafa verið steyptir úr vikri, sandi og sementi og loft hafa verið steypt á sama liátt og vikur liefir verið notaður til hljóðeinangr- unar á gólfum. Nokur hús, sem vikur hefur verið notaður í, eru nú orðin 5 ára gömul. Reynsla manna af þessu efni og aðferðum, er yfirleitt mjög góð. Væri því æskilegt að sett yrði á stofn sjálf- stætt fyrirtæki, sem framleiddi vikur-stein til notkunar innanlands. Vð höfurn einnig láið gera rannsókir á ein- angrunargildi vikurplata á rannsóknarstofunni hjer i Reykjavík, í Þrándheimi og í Kaupmanna- höfn. Hafa plöturnar allstaðar reynst vel, og best þær sem síðast voru steyptar og reyndar. Við höfum ennfremur borið þetta mál undir ýmsa erlenda og innlenda sjerfræðinga, og er álit þeirra allra á þann veg að vikur sje ágætt inangrunarefni. Enda er vikursteinn mikið not- aður til einangrunar erlendis, og liöfum við fengið margar fyrirspurnir um kaup á vikri frá firmum í Betlandi og á Noðurlöndum. Allítarlegar athuganir höfum við framkvæmt um það, hvar ódýrast væri að afla vikursins Jijer á Jandi. En liann er aðíillega til á tveim stöðum: I Þjórsárdal og við Jökulsá á Fjöllum. Hefur Kristján Guðmundsson forstj. atliugað og reynt aðallega Þjórsárdalsvikurinn, en við Helgi vikurinn nyrðra. Við Jökulsá er vikurmagnið mjög mikið og virðist ótæmandi, enda flytur áin með sér vik- ur árlega, er hún fer í vexti. Okkur virðist að álitlegast sé að taka vikur við Jökulsá, og höf- um því atJiugað sjerstaklega á livern liátt lieppi- legast mundi vcra að gera þar mannvirki til vikurvinnslu. Við Buðlungaliöfn austanvert á Axarfirði (nokknð innan við Kópasker) sje bygð dálítil verksmiðja með nauðsynlegum smávjelum, lit- il hryggja fyrir framsldpunarbáta og fljótandi skástýfla >Tir ána, er veiti vikrinum, sem kem- ur fljótandi, yfir í allstóra kví í bakkanum, sem verksmiðjan er bvgð á. Við Jökulsárbrú þarf að byggja aðra fljótandi skástýflu, er veiti vikrinu úr aðalfljótinu í aukakvísl, Sandá, er fellur til sjáfar við Buðlungahöfn. Þannig má ná öllum þeim vikri sem áin flytur sjálfkrafa. En af því að það er mjög misjafnt, þarf að örva flutninginn með þvi að ryðja i fljótið uppi á Fjöllunum. Er ætlast til að það verði gert með því að dæla vatni úr sjálfri ánni upp á vikur- sljeltuna, og láta vikurinn fljóta með vatninu til árinnar. Að sumrinu til er sæmileg aðstaða á Buðl- ungahöfn til framskipunar, eða álíka og á Kópa skeri. Yrði að flytja þangað sement að sumrinu og senda vikursteininn á liinar ýmsu hafnir með strandferðaskipunum eða sjerstökum flutn ingaskipum. Undanfarin ár liefir flutningur ýmiskonar skjólefna korkpl. o. fl. numið 100 þús. króna til jafnaðar á ári. Geta vikurplötur algerlega kom- ið i stað þess influtnings, og auk þess verið notaðar í skilveggi gólf o. fl. Það má því ætla að slik verksmiðja þurfi með tímanum að geta framleitt fyrir rúmlega þessa upphæð. En rjett er þó að gera ráð fyrir að hún verði að hera sig með aðeins 45 þús. kr. árlegri framleiðslu. Og höfum við miðað áætlanir okkar við það. Plöturnar mun rjett að hafa 8 sm. á þykt og við áætlum útsöluverð þeirra 4,50 per ferm. komnar á höfn móttakenda. Er það verð fylli- lega samkepnisfært við korkplötur og aðrar slikar einangrunarplötur. Slíkt fyrirtæki sem þetta sparar ekki að litlu leyti innflutning á útlendu byggingarefni, eik- ur atvinnu í landinu og mundi framleiða að ýmsu levti betra byggingarefni og varanlegra en við nú notum. Við höfum gert bráðahyrgðar kostnaðaráætl- un yfir stofnkostnað og rekstur slíkrar verk- smiðju. Teljum við heppilegast að stofna hluta- fjelag meðal áliugamanna til jæss að hrinda þessu í framkvæmd, og fá allan stofnkostnað um kr. 30.000 sem hlutafje, en laka rekstrarfje að láni. Sveinbjörn Jónsson. Ritgerðum og auglýsingum sje koniið til ritstjórans, Helga H. Eirikssonar, pósthólf 184. Ilann annast einnig afgreiðshi ritsins. Verð árgangsins kr. 6.00. Prentstaður: Herbertsprent, Bankasti'æti 3. Sími 3635. t 16 ]

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.