Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Blaðsíða 20

Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Blaðsíða 20
Timarit iðnaðarmanna. til þess að tilnefna sinu manninn livor í nefnd, með oddamanni tilnefndum af stjórn Sambandsins. Trésmíðafélagið tilnefndi Finn Thorlacius byggingameistara, Hús- gagnameistarafélagið Einar Erlendsson Iiúsameistara, en Sambandsstjórnin Guð- mund Þorláksson húsameistara. Nefndin hefir ekki skilað áliti ennþá. (i. Vélstjórafélag Islands gerði kröfu til þess, að allir vélstjórar teldust liafa sveinsrétt- indi i vélvirkjun, þótt þeir hefðu hvorki sveinshréf né lögmætan verklegan náms- tima. Stjórn Landssambandsins mótmælti tvisvar kröfu þeirra við Stjórnarráðið, enda mun hún ekki hafa verið tekin til greina. 7. I reglugerð um iðnaðarnám frá 1928 og í frumvarpi Landssambandsins frá 1937 eru útvarpsvirkjar taldir sem sérstök iðngrein. Nú vill Ríkisútvarpið draga þá út úr reglu- gerðinni og hefir um þetta verið nokkur ágreiningur og bréfaskifti. Olvarpsvirkjar vilja sjálfir telja sig iðnaðarmenn. Or þessu verður ekki skorið fyr en reglugerðin verð- ur staðfest. 8. Verksmiðjan „ísaga“ hafði sent óiðnlærðan starfsmann, Þorstein Halldórsson, til Sví- þjóðar lil þess að kynna sér þar logsuðu og logsuðutæki. Þegar heim kom lét verk- smiðjan hann sýna kaupendum logsuðn- tækja, hvernig nola ætti nýtízku logsuðu- tæki, og auk þess liafði liún hugsað sér að halda ahnent námskeið í logsuðu, þar sem Þorsteinn skyldi kenna. Félag járniðnaðar- manna kærði yfir þessu og taldi Þorstein enga heimild hafa til þess að kenna þar eð hann væri óiðnlærður, og verksmiðjuna enga heimild hafa til þess að kenna öðrum en járniðnaðarmönnum logsuðu, þar sem logsuða tilheyrði þeirra iðn. Stjórn Lands- sambandsins leit svo á, að ekki væri til- tækilegt að láta óiðnlærðan mann kenna iðnaðarmönnum iðntækni, en gat að öðru leyti ekki fallist á kröfur og mótmæli járn- iðnaðarmanna. Hitt og þetta. IÐNAÐARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR hélt fund 25. jan. s.l. í Baðstofunni. Óvenju margir sótlu fundinn. 4 nýjir félagar gengu í félagið. Til umræðu var: Kenslufyrirkomulag í Iðnskólanum. Miklar umræður urðu, en engar ákvarðanir teknar. Nefnd skyldi starfa áfram i málinu. Samþykt var að láta gera sérslaka eirpen- inga til verðlauna fvrir vel gerð sveinspróf. Um- ræðum um iðnsýningu næsta sumar var frestað. Afmælisfagnaður félagsins var ákveðinn 3. febr. á Iiótel Borg. HAGTÍÐINDIN flytja fróðlega töflu um skattskyldar fasteignir á íslandi 1937. Teljast þær vera samtals á öllu landinu 217,1 milj. kr. I kaupstöðunum 8 141,3 milj. kr. Þar af í Rvík 92,4 milj., Akureyri 11,3 milj., Vestmannaeyjum 9,1 milj. Skattskyldar fasteignir allra sýslnanna 23ja, eru taldar 75.8 milj. eða nær 2 milj. lægri en i R.vík einni. Ilúsaverð sýslanna er 45,2 milj. og landverð 30,6 milj. eða húsaverð nær % meira. Hæslar fasteignir hefir Árnessýsla 7,5 milj., þá Eyjafj.s. 6,3 milj., Gullbr.s. 5,6 milj- Lægsl er Austur-Barðastrandasýsla með 0.77 milj. Fasteignaskattur i R.vík er 167.872 kr. I öðr- um kaupstöðum 91.074 kr. en i öllum sýslunum til samans 159.711 kr. FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI sem félagar í Iðnaðarmannafélaginu i Reykja- vík áttu núverandi formaður og varaform. þess 25 nóv. síðastl. Hinn 25. nóv. 1898 gekk Sigurð- ur Halldórsson í félagið og Einar Erlendsson sama daginn sem aukafélagi, með því að hann var þá ekki eldri en svo. Tólf dögum áður gekk Jón Halldórsson í fé- lagið, en vera hans þar hefir verið skörðótt vegna þess, að liann var síðar erlendis nokkur ár. En það má liann eiga að hann gekk strax i félagið aftur, er liann kom heim 1905. Þessa var minzt innan þrengri hóps, en með 14

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.