Tímarit iðnaðarmanna - 01.02.1939, Blaðsíða 21
Tímarit iðnaðarmanna.
lxinni ineslu prýði, og liafi afmælis-.,börnunum“
ekki verið óskað nógu vel lil hamingju þá, er
það liér með áréttað kröfluglega.
DESEMBERBLAÐ HAGTÍÐINDA.
í nóvembermánuði hefir aðalvísitala matvara
i Reykjavik hækkað um 2 stig, úr 190 upp í 192.
Er hún 1 stigi hærri en um sama leyti í fyrra.
Eldsneyti er i 186, en var í fyrra 195. Brauð er
í 192, í fyrra i 212. Aðrar tegundir, sem vísital-
an er tekin eftir, liafa hækkað, nema kaffi, kjöt
og slátur, sem nálega stendur í stað.
Meðal-mannfjöldi á öllu landinu árið 1937 er
eftir prestamanntölunum 117.320. Hjónavígslur
voru það ár 645. Lifandi fædd börn 2365 eða
20.2 á hvert þúsund landsmanna. Þar af voru
521 eða 21,5% óskilgetin. 1317 manns eða 11,2
af þúsundi dóu. Þar af 77 börn innan eins árs.
Barnadauði er orðinn hér minni en í flestum
öðrum löndum.
Fólksfjöldinn óx ekki nema um 812 á árinu
1937, en tala fæddra umfram dána var 1048.
Úr landi hafa því fluzt 236 einstaklingar um-
fram þá, sem til landsins fluttu. Á árunum 1931
—33 liafa nálega 850 manns fluzt til landsins
umfram þá, sem farið liafa burt af landinu.
Síðustu árin snýst þetta við. 1934- -37 hafa rúm-
lega 500 manns farið umfram þá, sem inn hafa
fluzt. —
BREYTING Á BYGGINGARSAMÞYKT
REYKJAYÍKUR.
Með bréfi dags. 5. jan. s. 1. hefir byggingafull-
trúi Reykjavikur, Sigurður Péturss. húsameist-
ari, tilkynt byggingamöímum í Reykjavik eftir-
farandi, sem birtist hér, með leyí'i lians:
Á fundi byggingarnefndar Reykjavikur þann
8. etes. 1938 var samþykt að blöndunarlilutföll
grófsteypu skyldu vera 1:3 Ví> :6.
Þykt burðarinnveggja skyldi vera 12 cm. á
cfstu hæð, er aukist um 2 cm. fyrir hverja liæð.
Þykt útveggja skal vera 21 cm. á efslu liæð
og aukast um 2 cm. fyrir liverja liæð.
Veggja])yktir þessar eru miðaðar við einfald-
ar plötur, en ekki bita. Ef um bita er að ræða,
skal fylgja útreikningur af burðarþoli veggj-
anna.
Ákvæði þessi voru samþykt til bráðabirgða,
þar til væntanleg byggingarsam])ykt gengur í
gildi.
IÐNAÐARMANNAFÉLAG
STOFNAÐ Á ESKIFIRÐI.
Hinn 29. ágúst s. 1. var stofnað Iðnaðarmanna-
félag Eskifjarðar að tilhlutun ýmsra iðnaðar-
manna þar á staðnum.
Tilgangur félagsins er: Að efla menningu,
mentun og sambeldni iðnaðarmanna á Eskifirði
og nágrenni, að beita sér lyrir sameiginlegum
hagsmunamála ])eirra.
í stjórn félagsins eru þessir menn: Guðni
Jónsson, formaður, Lárus Gíslason, féhirðir,
Lúther Guðnason, ritari.
Félagið hefir é)skað eftir upptöku í Lands-
sambandið og verið samþykt sem sambands-
félag.
Frá störfum félagsins verður nánar skýrl
síðar.
í undirbúningi mun vera stofnun iðnaðar-
mannfélags fvrir Húnavatnssýslu og annars fyr-
ir Ut-Eyjafjörð: Dalvík, Hrísey og Ólafsfjörð.
IÐNLÁNASJÓÐUR.
Haustið 1934 samdi stjórn Landssambands
Iðnaðarmanna frumvarp lil laga um iðnlána-
sjóð og tók varaforseti Sambandsins, Emil Jóns-
son alþingismaður, að sér að flytja þau á Al-
þingi og fékk þau samþykt. Fyrsta grein þess-
ara laga hljóðar svo:
Til stuðnings iðnaðarmönnum og smærri iðn-
íekendum skal á næstu 10 árum leggja 25,000
kr. á ári úr rikissjóði í sérstakan sjóð er lieiti
iðnlánasjóður.
Lög sjóðsins eru prentuð í Tímaritinu 9. árg.
1936 bls. 35 og ættu iðnaðarmenn að kynna sér
þau þar. Lánveitingar úr sjóðnum fara fram á
haustin og er það í 4. sinni í haust, sem veitt
er úr sjóðnum. Hinn 9. des. s.l. höfðu 25 lán
verið veitl úr sjóðnum að upphæð kr. 68.980.
Skiftist sú upphæð þannig:
15