Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Síða 14
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
á síðasta iðnþingi í iðnbankamálið, allir nefndar-
menn mættu á fundinum. Forseti Landssam-
bandsins skýrði frá viðtölum, sem hann hefði
átt við iðnaðarmálaráðherra. vilyrði hefði feng-
ist fyrir því, að ríkisstjórnin flytti frumvarp um
stofnun iðnbanka.
Rætt var um málið fram og aftur, og ákveðið
að forseti Landssambandsins ásamt nefndinni,
hefði tal af iðnaðarmálaráðherra.
Þann 8. júní s.l. barst svo stjórn Landssam-
bandsins bréf frá samgöngumálaráðuneytinu,
þar sem ráðuneytið óskar eftir því að Lands-
samband iðnaðarmanna láti ráðuneytinu í té
drög að frumvarpi til laga um iðnaðarbanka.
Afrit af bréfi þessu var svo daginn eftir sent
til formans iðnbankanefndarinnar, með ósk um
að nefndin tæki þetta til meðferðar hið bráðasta,
og þessum leið getið að stjórn Landssambandsins
sé reiðubúin til viðræðna og samstarfs um málið.
23. Erindi ýms.
Síðan síðasta iðnþing var háð, hafa sambands-
stjórninni borist 41 erindi frá ríkisstjórn, sýslu-
mönnum, bæjarfógetum og öðrum opinberum
aðilum, sem öllum hefir verið svarað. Flest þess-
ara erinda hafa varðað iðnréttindamál.
Frá einstaklingum hafa borizt 4 erindi, flest
varðandi iðnréttindi, og frá iðnaðarfulltrúunum
hafa borizt 106 námssamningar til umsagnar.
Síðan 9. Iðnþingi lauk, hefir stjórnin haldið
33 fundi.
2ý. Fyrirgreiöslur.
Skrifstofan hefir annazt ýms erindi og fyrir-
greiðslur fyrir sambandsfélaga, varðandi fjár-
hagsráð og viðskiptanefnd og hefir verið leitazt
við af fremsta megni að liðsinna og leiðbeina
mönnum í þessu efni.
III. ÝMISLEGT.
25. Á fundi í Iðnaðarmannafélaginu í Reykja-
vík í desember s.l., vakti formaður félagsins máls
á því, hvað iðnaðarmenn og- iðnaðarstarfsemi
yrði oft fyrir óverðskulduðu aðkasti, andúð og
óbilgirni bæði í biöðum og meðal almennings.
Hann benti á hvort ekki væri tímabært að hefja
áróður gegn þessu og upplýsa hið rétta.
Út af þessu var skipuð nefnd er skyldi hafa
þetta með höndum, í hana voru valdir þeir Svein-
björn Jónsson, fyrir Landssamband iðnaðar-
manna, Þorsteinn Sigurðsson, fyrir Iðnaðar-
mannafélagið í Reykjavík, og H. J. Hólmjárn og
Páll S. Pálsson fyrir Félag ísl. iðnrekenda.
Nefndin hefir starfað ötullega að því, að koma
á framfæri réttum upplýsingum varðandi iðnað-
arstarfsemi og leiðrétta rangfærslur og því um
líkt. Fyrir atbeina hennar voru ýms iðnaðar-
fyrirtæki og iðnaðarframleiðsla sýnd ríkisstjórn-
inni, f járhagsráði, viðskiptanefnd, bankastjórum,
útvarpi og blöðum í marz s.l. og mun nefndin ó-
trauð halda starfsemi sinni áfram.
26. Seint á árinu 1947, kvörtuðu iðnaðar-
menn í Reykjavík yfir því, að bensínskammtur
sá, er þeim var úthlutaður, væri of lítill, en f jöldi
af iðnmeisturum hafa orðið að eignast bifreiðar
til efnisflutninga og til að flytja menn að og frá
vinnustað..
Stjórn Landssambandsins skrifaði þá skömmt-
unarstjóra ríkisins og fór þess á leit að bensin-
skammtur til iðnaðarmanna yrði aukinn og
færði sterk rök fyrir nauðsyn þess. Viðskipta-
nefnd synjaði þessari málaleitan.
Þann 2. janúar skrifaði svo stjórnin annað bréf
til viðskiptamálaráðherra, og ræddi þar að auki
við hann og skömmtunarstjóra um málið, og
fékkst þá nokkur úrlausn á þessu.
29. Á stjórnarfundi Sambandsins 26. febr. s.l.
mætti nefnd manna frá Iðnaðarmannafélaginu í
Hafnarfirði, en á fundi í félaginu höfðu orðið
miklar umræður um smíði á nótabátum í Finn-
landi, fyrir íslenzka útvegsmenn.
Á fundinum var það upplýst að verðmismunur
á erlendu bátunum og þeim íslenzku, gæti ekki
réttlætt þessa ráðstöfun, og reynsla undanfar-
inna ára af erlendri skipasmíði, örfaði síst til
slíkra athafna.
Ályktað var að kynna sér málið nánar, og ef
til vill síðar að boða sunnlenzka skipasmiði til
fundar um málið.
32