Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Blaðsíða 11
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
g. Iðnbókasafn í Reykjavík .... kr. 2.500.OO
Auk þess hefir bæjarsj. Rvíkur
veitt til byggingar Iðnskólahúss kr. 300.000.oo
og til reksturs Iðnskóla í Rvík kr. 85.000.oo
10. Spjaldskrá yfir iönaðarmenn.
Skrásettir eru nú 3060 iðnaðarmenn í 60 iðn-
greinum. Skrifstofan hefir sent út eyðublöð til
allra sambandsfélaganna, og beðið um ýmsar
upplýsingar sem vantað hefir á spjaldskrána.
Félögin hafa brugðist vel við þessu, sent þær
upplýsingar sem beðið var um, og verður þessu
verki haldið áfram.
11. lönfræösla.
Eins og kunnugt er, var á 9. Iðnþinginu gerð-
ar ýmsar breytingar á frumvarpi til laga um
iðnfræðslu. Eftir að búið var að samræma þær
við frumvarpið, var það sent iðnaðarmálaráð-
herra til fyrirgreiðslu, og hann beðinn að at-
huga það og láta flytja það á Alþingi sem stjórn-
arfrumvarp er honum þætti það tímabært.
Frumvarpið hefir ekki enn komið fram á Al-
þingi.*)
12. Iðnskólafrumvarpið.
Hinn 16. júní 1941, var samkv. þingsályktun
skipuð milliþinganefnd í skólamálum. I nefnd-
inni eiga sæti Ásmundur Guðmundsson, form.,
Aðalbjörg Sigurðardóttir, Ármann Halldórsson,
Kristinn Ármannsson, Ingimar Jónsson. Helgi
Elíasson og Sigfús Sigurhjartarson.
Eins og sagt er frá í síðustu skýrslu stjórnar
Landssambands iðnaðarmanna, hafði mennta-
málanefnd neðri deildar Alþingis, sent frumvarp
það til laga um iðnskóla er samþykkt var á Iðn-
þinginu 1945, til umsagnar milliþinganefndar í
skólamálum. Nú hefir milliþinganefnd í skóla-
málum samið frumvarp til laga um iðnskóla, og
verður það tekið til umræðu á þessu Iðnþingi.
Öllum þeim ályktunum er síðasta Iðnþing gerði
og varðaði ríkisstjórn og opinbera aðila, var
strax komið á framfæri að þinginu loknu.
*) Frumvarpið er nú orðið að lögum.
II. ERINDIVIÐ RÍKISSTJ. OG OPINB. AÐILA.
13. Iðnfulltrúar.
Samkv. 1. gr. laga nr. 100, 11. júní 1938, hefir
ráðuneytið skipað eftirtalda menn iðnfulltrúa til
30. júní 1950: Kristjón Kristjónsson. fulltrúa.
skipaðan af ráðuneytinu, Einar Gislason, mál-
arameistara, samkv. tilnefningu Landsambands
iðnaðarmanna, og til vara, Sveinbjörn Jónsson,
forstjóra, Guðmund Halldórsson, prentara, sam-
kv. tilnefningu Iðnráðs Reykjavíkur, og til vara,
Júlíus Björnsson, rafvirkjameistara.
llf. Lög um eftirlit með verksm. og vélum.
Samkv. tillögu til þingsályktunar, sem sam-
þykkt var á Alþingi 16. maí 1947, um endurskoð-
un á lögum um eftirlit með verksmiðjum og
vélum, og reglugerðum þar að lútandi, óskaði
ráðuneytið eftir því, að Landssamband iðnaðar-
manna tilnefndi einn mann í nefndina. Tilnefnd-
ur var Guðm. H. Guðmundsson, húsgagnasm.m.
gjaldkeri Landssambandsins. Hefir nefndin þeg-
ar samið frumvarp til laga um þetta efni, og
verður það tekið til athugunar í sambandi við
leiðbeiningar um slysahættu.
15. Stéttaráðstefnan.
Þann 8. sept. 1947, barst Landssambandinu
eftirfarandi bréf frá forsætisráðuneytinu:
„Vegna þess, hversu alvarlega horf-
ir í atvinnu-, fjárhags- og gjaldeyrismálum
þjóðarinnar, þykir ríkisstjórninni nauðsyn
til bera, að kalla saman ráðstefnu með full-
trúum frá launastéttunum og samtökum
framleiðenda tíl sjávar og sveita, til þess að
ráðgast við fulltrúa stéttarsamtakanna um
leiðir til þess að vinna bug á aðsteðjandi
vandkvæðum, og um þátttöku stéttanna á
því að tryggja arðbæran atvinnurekstur í
landinu.
Hefir ríkisstjórnin því ákveðið, að
ráðstefna þessi skúli hefjast fimmtudaginn
11. sept. 191/7, kl. lf siðdegis í Alþingishús-
inu.
Samtök þau, sem rikisstjórnin óskar
eftir að sendi fúlltrúa á ráðstefnu þessa eru:
29