Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 26
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949
Hjaragluggar
eiga að vera vatnsheldir
Þegar sú breyting varð á gluggasmíði hér á
landi fyrir nokkrum árum að glerið var sett í
karminn og rammarnir hurfu úr sögunni að
mestu leyti, mátti það teljast mikil framför.
Ekki varð þó hjá því komizt að setja ramma um
þær rúður, sem opnanlegar þurftu að vera, en
hjaragluggar hafa löngum verið erfiðir viðfangs
í okkar slagviðra landi. Samtímis því, sem áður-
nefnd breyting var gerð, var tekinn upp sú ný-
breytni að yfirfalsa hjaraglugga rammana út á
karm og pósta. Einnig þetta var framför. Ennþá
vantar þó talsvert á að vel sé, víða leka hjara-
gluggar býsna mikið.
Eins cg yfirfalsrammar gerast nú, eru þeir
vatnsheldir að mestu á hliðarköntum og undir-
stykki, en á yfirstykkjunum snýr óvarið yfir-
falsið upp á móti og býður inn vatnsflaumnum,
sem rennur niður vegginn og yfir gluggann. Það
er lítið betra en að skara bárujárn öfugt á þaki.
Þeir hjarargluggar sem opnast á lóðréttum
kanti, þurfa að ganga inn undir yfirfals á yfir-
stykki karmsins t. d. eins og sýnt er á mynd I.,
sem er þverskurður gegnum vegg og yfirstykki
glugga. Dropskörin í múrbrúninni fyrir ofan og
utan karmstykkið er alveg nauðsynleg til að
létta af glugganum vatnsrennslinu af veggnum
fyrir ofan.
Um þá hjaraglugga, sem opnast á lóðréttum
kanti, er það að segja, að þó að yfirfalsið á efri
kantinum snúi upp í móti, geta þeir gluggar verið
þéttir, ef þess er gaett, að hafa vatnsnef með
dropskör fyrir ofan rammann, sjá mynd II.
Vatnsnef þessi þóttu sjálfsagðir hlutir þar til
fyrir nokkrum árum að þau hurfu allt í einu,
en það var beinlínis afturför. Vatnsnef þessi eru
ómissandi og eiga að takast upp aftur. Gluggar
þeir sem opnast á lóðréttum kanti, eru yfirleitt
mjóir, þ. e. a. s. yfirstykkið er stutt og tekur lítið
vatn á sig. Með sæmilegum vinnubrögðum og
allgóðu efni eru þeir nokkurnveginn öruggir ef
vatnsnefinu er ekki sleppt. Aftur á móti eru þeir
gluggar sem opnast á láréttum kanti oftast
44
breiðir, þ. e. a. s. yfirstykkin eru löng, hættir til
að bogna og taka mikið vatn á sig. Þess vegna
er alveg nauðsynlegt að fella rammann inn undir
yfirfals í karmstykkinu eins og áður er getið.
Mynd I.
Lekir gluggar eru plága hvar sem þeir eru.
Þeir valda íbúum og eigendum miklum óþæg-
indum og fjárhagslegu tapi. Fyrsta afleiðingin
er sú að gólfdúkar skemmast. Reynt er eftir á
að bæta úr þessum göllum á einhvern hátt. Þess-
konar eftiráviðgerðir eru ætíð gífurlega kostnað