Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 24

Tímarit iðnaðarmanna - 01.08.1949, Qupperneq 24
Iðnaðarritið 3.- 4. XXII. 1949 gjarnri gagnrýni, um leið og hann hefir tekið með skiln- ingi réttmætum aðfinnslum og ábendingum. Eg hefi verið með honum á ánægjulegum gleðistund- um, utan við Þjark hinna daglegu anna. Þá getur hann verið glaðastur með glöðum og á slikum stundum er hann jafn laus við allan tepruskap eins og hitt er víst, að hann lætur ekki troða sér um tær að óþörfu. Síðastliðin 25 ár hefur enginn einn maður verið jafn umsvifamikill í samtökum iðnaðarmanna sem Helgi. Auk þess hefir hann jafnlangan tíma með festu og óbil- andi þreki veitt forstöðu skóla okkar iðnaðarmanna. Skóla, sem um of hefur orðið að starfa við þrengri kost, en æskilegt hefði verið, Þar hefur Helgi ekki hvað síst sýnt hvað i honum býr og hvað gera má, þegar leysa þarf erfið verkefni við óhæg skilyrði, ef annarsvegar er áhugi og óbilandi kjarkur, samfara menntun og ábyrgð á Þvi. sem gera þarf. En Helga hefur ekki nægt skólir.n einn. Eg hygg að þegar hann í Iðnaðarmannafélaginu kynntist málefnum iðnaðarmanna, og sá hversu óendanlega margt var þar óleyst og viðfeðma verkefni framundan, — enda svo heppinn að á undan og samtíða eru á ferðinni menn eins og Gísli sál. Guðmundsson, svo einn sé nefndur af mörgum sem fremst stóðu á þeim árum innan Iðnðar- mannafélagsins, — þá hafi honum hlaupið kapp í kinn, og metnaður til mikilla átaka. Marka ég það af öllum þeim fjölda trúnaðarstarfa, er hann hefur gegnt fyrir samtök iðnaðarmanna. Auk þess hefur Helgi gengt trúnaðar- og forustu- störfum í mörgum öðrum félögum og samtökum, verið ritstjóri tímarita hátt á annan áratug, skrifað bækur og fjölda greina í blöð og tímarit, innlend og erlend. Þið sjáið á öllu þessu að hér er á ferðinni maður, sem vert er að loka inn eina kvöldstund á 25 ára fresti, í glöðum hóp góðra vina. Helgi getur með gleði litið til þess, að innan skamms batnar öll aðsttaða við þá stofnun, sem hann er sterkast tengdur, þegar hin nýja og veglega Iðnskólabygging stendur fullgerð á Skólavörðuhæðinni, enda stendur Fjárhagsráð fast og einhuga um þá' ákvörðun, að sú bygging gangi svo ört fram, sem allar ástæður leyfa. Þessi veglega bygging, sem um aldir á að sýna stórhug þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi og vafalaust verður sterkur liður í iðnfræðslumöguleikum næstu áratuga, hefði í dag þurft að standa fullgerð og tilbúin til notk- unar fyrir þann íjölda iðnnema, sem nú eru í deiglunni, og Sem afmælisgjöf til skólastjóra. Eins og ég gat um áðan, hefur Helgi verið virkur félagi Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík i 25 ár. 1 því sambandi heimsótti stjórn Iðnaðarmannafélagsins hann í sumar og færði honum skjallega staðfestingu þess, að félagið hefði veitt honum þá mestu sæmd, sem það á yfir að ráða, með því að kjósa hann heiðursfélaga sinn, og er hann vel að þeirri vegsemd kominn. 42 Björn K.Jónsson skólastjóri á ísafirði átti sextugsafmæli í fyrrasumar. Hann er fæddur 14. júní 1888 í Núpstungu i Mið- firði, en ólst upp á Torfastöðum. Björn hefir um mörg ár verið farsællega tengdur málefnum iðnaðarmanna. Verið skólastjóri iðnskólans á Isafirði síðan 1932 og áður kennari við hann, starfað mikið í iðnaðarmannafélaginu og setið á flestöllum iðn- þingum og lagt þar margt gott til málanna. Björn vann talsvert að smíðum á yngri árum sinum og hefur iðnréttindi í húsasmíði, þótt lengst af hafi hann stundað kennslustörf af miklum dugnaði. Hann tók próf frá Flensborgarskóla 1907. Fór til Danmerkur og stundanði lýðháskólanám í Fredriksborg 1911 og 12. Siðan var hann í Askov en varð skólastjóri barnaskól- ans í Vestmannaeyjum 1914 og til 1920. Gerðist þá skóla- stjóri lýðskólans í Hjarðarholti. Að Barnaskóla Isa- fjarðar kom hann 1924 og hefur haft stjórn hans á hendi síðan 1930. Björn hefur látið almenn mál mikið til sín taka og ætíð verið hinn samvinnuþýði, tillögu- góði bjartsýnismaður. Hann er alltaf ungur í sjón og raun og á vafalaust eftir að láta margt gott af sér leiða meðal iðnaðarmanna og annarra landsmanna. Björn er kvæntur Jónínu Þórhallsdóttur frá Bakka á Seltjarnarnesi. Þau hjónin eiga 4 efnileg börn. Að lokum vil ég þakka Helga fyrir ágætt samstarf um leið og ég lýsi því sem óbifanlegri samfæringu minni, að vart hefði hann náð að afkasta svo miklu á þessum tíma, sem liðinn er, án nærgætni og ástúðar sinnar góðu konu, sem verið hefur honum hinn öruggasti lífsföru- nautur. Eg vil nota tækifærið, um leið og ég óska þér Helgi og þinni ástúðlegu konu til hamingju með afmælið og það sem liðið er, það sem þessi dagur hefur fært þér og kvöldið á eftir að færa þér, til að biðja þig að veita móttöku frá Iðnðaramannafélaginu blómvasa þeim. er stendur fyrir faman ykkur hjónin á borðinu. Á hann er greypt samskonar mynd og er á möppu heiðursskjalsins, auk nafns Þíns og ártalanna 1923 — 9./10. — 1948. Vasi þessi á að árétta þann hug sem félagið ber til þín, og þess, sem þú hefir gert fyrir íslenzka iðnaðarmenn. Að lokum vil ég biðja alla að lyfta glösum til heiðurs frú Jóhönnu og Helga með þakklæti fyrir 25 ára starf, fyrir gömul og ný kynni.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.