Vikublaðið - 03.02.1950, Síða 3
ÁVARP
Um leið og blað þetta hefur
göngu sína, þykir rétt að
gera nokkra grein fyrir því.
VIKUBLAÐIÐ er fyrst og
fremst œtlað til skemvp-ti-
lestrar og mun því einkum
flytja stuttar sögur, innlend-
ar og erlendar, en auk þess
alls konar fróðleik. Er t. d. í
ráði, að kynna i blaðinu ým-
is merk fyrirtæki, sem þjóðin
þarf að þekkjg, hvort sem
þar er um að ræða gömul og
gróin fyrirtæki eða nýgrœð-
ing, sem vert er að hlúa að.
Vikublaðið mun ekki styðja
neing -pólitíska flokka, og
heldur ekki stuðla að falli
neins þeirra, og kállast það
því ópólitískt. Þó munum vér
eigi með öllu þegja yfir því,
sem betur fer eða ver í hinu
íslenzka þjóðfélagi, héldur
fjalla um eitt og annað, er
oss þykir máli skipta.
Myndir munu prýða blað-
ið, eftir því sem föng eru á.
Útgefendur.
LANDSSMIÐJAN
20 ÁRA
iiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiLiiiiiiaMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiii
í tilefni af 20 ára afmæli Landssmiðj-
unnar, 17. f. mán., gekk ég á fund hr. for-
stjóra Ólafs Sigurðssonar og fékk hjá hon-
um ýmsar upplýsingar varðandi „afmælis-
barnið“, og birtist hér útdráttur úr þeim.
ItllllllllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIillllIllllllllIlllIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
'C'YRIR réttum 20 árum, eða 17. janúar 1930, tók Landssmiðj-
an til starfa. Hugmynd þáverandi ríkisstjórnar um starf-
semi smiðjunnar og þróun er staðfest í lögum nr. 102 frá 23.
júní 1936. Segir þar meðal annars:
1. gr. Ríkisstjórnin lætur starfrækja smiðju, er fæst við
viðgerðir skipa, smíði mótora og annara véla og aðra smíði,
og nefnist hún Landssmiðja.
2. gr. Landssmiðjan annast alls konar smíði fyrir einstakl-
inga og félög, er bess kunna að óska, og auk þess annast hún
alla smíði, sem hún getur tekið að sér fyrir þá starfrækslu,
er ríkið hefur með höndum og þær stofnanir sem eru ríkis-
eign, svo sem skipaútgerð, skóla, sjúkrahús, vita- og vega-
málaskrifstofur, landssíma og ríkisútvarp, enda séu vinnu-
brögð og verðlag, að dæmi ríkisstjórnarinnar, ekki óhagstæð-
ari en annars staðar innanlands.
Smiðjan tók til starfa í húsakynnum vegamálastjórnarinn-
ar við Skúlagötu 8 og hafði til umráða aðeins ca. 150 fermetra
gólfflöt. Greindist starfsemin strax í plötusmíði, vélvirkjun,
rennismíði og eldsmíði, en þremur mánuðum síðar hófst einn-
ig skipasmíði. Síðar bættust við járn- og málmsteypa og
módelsmíði. — Nú hefur smiðjan um 3000 fermetra gólfflöt í
hinu nýja húsi Landssmiðjunnar við Sölvhólsgötu.