Vikublaðið - 03.02.1950, Page 7
VIKUBLAÐIÐ
5
Álirifaraikil ensk
kvikmynd
Margaret Leighton leikur systir
Bonnie.
Árið 1908 var þrettán ára
drengur, sem stundaði nám í
herskólanum í Osborne, á-
kærður fyrir að hafa stolið
5 shillings póstávísun frá fé-
laga sínum, falsað nafn hans
á ávísunina og fengið hana
greidda.
Drengurinn var rekinn úr
skólanum. Faðir drengsins
trúði þó fullyrðingu sonar
síns um það, að hann væri
saklaus. Hóf faðirinn baráttu
til þess að fá það sannað að
ákæran hefði ekki verið á
rökum reist.
Þetta virðist í fljótu bragði
mál, sem litla athygli myndi
vekja meðal almennings. En
sú varð ekki raunin á.
Næstu fjögur árin var
meira um mál þetta talað í
Englandi, en nokkurt annað.
Það urðu miklar deilur um
það í neðri málstofu brezka
þingsins.
Arthur, faðir Bonnie, spyr hann,
hvort hann sé sekur.
Málskostnaður varð svo
mikill, að faðir drengsins varð
nær því eignalaus.
En hann vann málið. Þótti
það mikill sigur fyrir þá
feðga, málfærslumann þeirra
og enskt réttarfar.
Venjulegur borgari hafði
Frh. á 7. síðu.
Hún settist dálítið frá hon-
um. Róbert setti vélina í
„gear“.
Þau töluðu lítið saman á
leiðinni til stöðvarinnar.
Þegar Róbert hafði komið
bílnum fyrir, sagði Irene:
„Ég vildi að þú hefðir kom-
ið nokkru fyrr. Tíminn hefur
liðið svo fljótt.“
Hann sagði: „Ég á bágt
með að kveðja þig. En hjá
því verður ekki komizt. En
beisk er skilnaðarstundin."
Hún þrýsti sér upp að hon-
um augnablik. Þá laut hann
niður og kyssti hana. Að því
búnu leit hún í spegil og lit-
aði varirnar.
Niðri á stöðvarpallinum var
gildvaxinn, roskinn, heldri
maður. Hann kom á móti
þeim og mælti: „Jæja frú, þar
komið þér. Ég hef talað við
stöðvarstjórann og hann segir
að lestin komi á réttum tíma.
Að þrem mínútum liðnum
verður maður yðar kominn.“
Gildvaxni maðurinn var
Georg Banner, húsbóndi Eric.
Hann var kátur og heilsaði
Róbert með handabandi.
Irene gekk út á brún stöðv-
arpallsins.
„Nú kemur lestin,“ sagði
hún.
Lestin kom. Eric var í
vagni framarlega í lestinni.
Hann stóð við gluggann.
Irene hljóp fram með lest-
inni, eftir að hún staðnæmd-
ist, til þess að geta strax tekið
á móti Eric er hann stigi út
úr lestinni. Róbert og Banner
fóru á eftir henni, og urðu
samferða.
Banner sagði: „Hvers vegna
var yður það svo mikið
áhugamál, að ég kallaði Eric
heim?“
Róbert hélt vísifingri upp
að munninum og mælti: „Þei,
þei. Við skulum ekki tala um
það. Munið eftir því að minn-
ast ekki á þetta við nokkurn
mann. Við sömdum um það
þegar ég gerði stóru pöntun-
ina, að þér skylduð kalla Eric
heim. Þetta er leyndarmál,
sem engir mega þekkja nema
við báðir.“
Banner sagði: „Já, ég svík
aldrei gefin loforð.