Vikublaðið - 03.02.1950, Side 9
VIKUBLAÐIÐ
7
bekknum er skápur fyrir
bolla og glös. Þessir skápar
eru misjafnlega breiðir (frá
49—99 cm).
Öðru megin við eldhús-
bekkinn er skápur fyrir
ryksugu, straujárn, fötu (á
hjólum) sóp o. fl. Breidd þess-
ara skápa er frá 49—59 cm.
í nánd við eldavélina er
skápur til að geyma í potta.
Yfir honum er annar skápur
(þerriskápur). Hinum megin
við eldavélina er þægilegt
borð með skáp til þess að
geyma í nýlenduvörur og
krydd. Þar næst kemur mat-
arskápurinn, sem þarf að
hafa loftræstingu. Hann er
látinn standa til hliðar upp
við vegginn. Eldhúsborðið er
með skúffum hægra megin.
Við þetta borð er hægt að
sitja við sum eldhússtörfin.
Á 3. mynd er konan að hand-
leika handklæði í þerri-
skápnum.
Dýrasta hálsfesti, sem sög-
ur fara af, er hálsfesti sú, sem
Caligula keisari gaf Lollia
Paulina konu sinni. Sam-
kvæmt þeim heimildum, sem
til eru um hálsfesti þessa,
mun verðmæti hennar hafa
verið frá seytján til tuttugu
og tvær milljónir króna.
★
Ástæðan til þess, að Saló-
mon konungur var vitrasti
maður heimsins var sú, að
hann átti svo margar konur.
Þær gáfu honum svo mörg
góð ráð.
ÁHRIFAMIKIL ENSK
KVIKMYND
Framh. af 5. síðu.
sannað, að hæst settu em-
bættismönnum ríkisins gat
skjátlast.
Saklaus drengur hafði ver-
ið grunaður um þjófnað, og
dæmdur sekur, án þess að
fullnægjandi rannsókn hefði
fram farið í málinu .
Að þrjátíu árum liðnum
fékk leikritaskáldið Terence
Rattigan áhuga á þessu máli.
Hann fékk leyfi fjölskyldunn-
ar til þess að semja leikrit
um það. Pilturinn, sem á-
kærður var, hafði fallið í
Frakklandi í fyrri heimsstyrj-
öldinni.
Rattigan nefndi leikritið
„The Winslow Boy“. En hið
rétta nafn fjölskyldunnar er
Arcker-Shee.
Leikrit þetta fékk ágætar
viðtökur er það var leikið í
London og New York.
Á Norðurlöndum, og að lík-
indum víðar, var það leikið
síðastliðið ár.
En nú fyrir skömmu hefur
verið lokið við að kvikmynda
„The Winslow Boy“. Sir Al-
exander Kordas London Film
sá um upptökuna.
Aðalpersónuna, Winslow-
drenginn Bonnie, leikur
fimmtán ára ný ensk kvik-
myndastjarna, Neil North.
í leikriti Rattigans, var
mest áherzlan lögð á full-
orðnu persónurnar. Stærsta
hlutverkið er málfærslumað-
Robert Donat sem málfœrslu-
maðurinn.
ur „Winslow“-feðganna, eða
réttara sagt Archer Shee
feðga.
Að taka þetta mál að sér,
var í flestra augum vonlaust
verk. Lögfræðingur sá, er
þetta tók að sér, hét Sir Ed-
ward Carson. Var hann einn
af beztu lögfræðingum Stóra-
Bretlands. Hann er nú látinn.
Robert Donat leikur hlutverk
þessa ágæta manns og lög-
fræðings. Er leikur hans með
þeim ágætum, að sagt er að
honum hafi sj aldan eða aldrei
tekist eins vel eða betur.
Hlutverk föðurins, sem er
annað stærsta hlutverk í
myndinni, er leikið af Sir
Cedric Hardwicke. Er leikur
hans sagður afar áhrifamik-
iil.
Þessi kvikmynd, sem er
lýsing á lífi venjulegra enskra
borgara, er verða fyrir óham-
ingju af manna völdum, er
meistaralega sviðsett af
Anthony Asquith.