Vikublaðið - 03.02.1950, Page 12
10
VIKUBL AÐIÐ
„SKÓLI
TpiNN af beztu skólum, sem
^ til eru fyrir vandræða-
börn, er í New York, og ber
nafnið „Skóli nr. 37.“
í þennan skóla eru sendir
drengir, sem reknir hafa
verið úr öðrum barnaskólum,
og þar álitnir ómögulegir.
Skóli nr. 37 er þrautalend-
ingin. Ef nemendurnir batna
þar ekki, eru þeir settir á
hæli fyrir óbetranleg börn.
Þegar komið er í skóla
þennan, veita menn því at-
hygli, hve nemendur eru
frjálsir gagnvart vali við-
fangsefna. Gerir þetta skól-
ann miklu skemmtilegri en
venjulega skóla. í flestum
skólum er ákveðinn skammt-
ur, eða skammtar, af fróðleik,
sem komast verður í alla. Og
í þessum skóla er ekkert
sparað.
Mestur hluti nemendanna
nær þarna þeim bata, að þeir
verða eins og fólk er flest.
Skóli þessi rúmar 250
drengi.
Elsie Mc Cormic segir frá
heimsókn sinni í skóla þenn-
an. Var greinin birt í „Surrey
Graphic“, en er hér dálítið
stytt.
Elsie kveðst hafa orðið for-
viða yfir þeim vingjarnleik,
er hún strax mætti, þegar
hún var komin inn í skóla
þennan.
IVR 37“
Skólastýran heitir Lilian L.
Rashkis. í móttökuherberginu
voru mörg málverk. Allur er
skólinn hreinn og vel hirtur.
Allt er í röð og reglu.
Púltin voru opnuð cg
henni leyft að athuga þau.
Þar var öllu snyrtilega fyrir-
komið.
Á föstudögum eru fundir
haldnir í stórum sal. Þangað
safnast allir drengirnir. Þeir
hlusta gaumgæfilega á ræðu-
manninn. Verða menn forviða
á þekkingu drengjanna. En
þeir eru á aldrinum tíu til
fimmtán ára.
Þarna eru drengir af ýms-
um þjóðflokkum. Margir
þeirra eru kynblendingar.
Svo mikill menningarbrag-
ur hvílir yfir fundinum eða
samkomunni, að ætla mætti,
að þarna væru samankomrir
úrvalsdrengir að gáfum og
góðri hegðun.
En helmingur þessara ná-
unga höfðu orðið uppvísir að
glæpum og verið teknir af
lögreglunni.
Margir þeirra höfðu vevið
í þjófafélögum, misþyrmt
börnum, sært með hnífum,
svikist um að sækja skóla,
ráðist á kennara o. s. frv. í
fám orðum sagt: Þeir höfðu
hegðað sér sem villimenn.
Úr þessu ,,hráefni“ hefur
frú Rashkis og öðrum kenn-
urum við skóla þennan, tekist
að gera mörg listaverk.
Margir drengir þessa skóla
bera af nemendum annarra
skóla, hvað kurteisi, námfýsi
og þekkingu snertir.
Samkvæmt frásögn Juven-
al Marchisi, dómara í lög-
reglurétti New Yorg borgar,
verða yfir 90% af nemendum
„Skóla nr. 37“, góðir borg-
arar.
Mjög margir nýsveinar í
skólanum gera tilraunir til
uppreistar, og viðhafa sína
gömlu ósiði. En þeir, sem
fyrir eru, laga þá: Þeir hafa
sjálfir hegðað sér illa, og
sumir verr en nýliðarnir. Er
því gagnslaust fyrir nýliðana
að ætla að slá sig til riddara
með prakkaraskap.
í bekkjum þessa skóla eru
venjulega 10—15 drengir.
Frú Rashkis segir, að strax
sé reynt til þess, að finna á
hvaða sviði hæfileikar hins
nýkomna drengs liggi. Sálar-
fræðingar rannsaka hann, og
aðrir sérfræðingar
Þarna er drengnum sýnt
traust. Heimili drengsins er
athugað gaumgæfilega.
Fundir eru haldnir, af
skólastýru og kennurum, við-
víkjandi drengnum, og talað
um hæfileika hans og skap-
gerð.
Níu af hverjum tíu þessara
drengja hafa eyðilagst vegna
lélegra foreldra og óviðun-
andi heimilislífs.
Stöðugt berast skólanum
skýrslur um heimilin. Hljóða
þær flestar um óþrifnað,